Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Nýverið átti ég gott samtal við erlenda nemendur mína sem eru fullorðið fólk á talþjálfunarnámskeiði í íslensku. Í þessu samtali kviknaði á fjölmörgum perum í kollinum á okkur um mannlegt eðli. Í mannlegu eðli leynast margar ólíkar tilfinningar og þær geta einkennst meðal annars af meðvirkni en einnig samkennd. Plús allar hinar sem við förum ekki inn á hér. Samlandar mínir, Íslendingar, eru margir hverjir nokkuð meðvirkir og oft verið talað um Ísland sem meðvirka þjóð. Við þykjum einnig oft á tíðum fljót að gleyma en kannski blessunarlega erum við upp til hópa ekkert alltof langrækin. En það er önnur saga. Umræðuefnið með þátttakendunum á íslenskunámskeiðinu beindist að þeim hvimleiða ávana Íslendinga að svara útlendingum á ensku sem eru að spreyta sig á hinu íslenska ylhýra. Ég horfði í augun á fólkinu þennan morgun, sem er meðal annars komið alla leið frá Nepal, Filipseyjum, Bandaríkjunum og Póllandi. Öll höfðu þau sína sögu að segja af mis-vel-heppnuðum tilraunum til að tjá sig á íslensku við mismunandi aðstæður en var svarað á ensku. Ég hvatti þau einlæglega til að halda ótrauð áfram þessari „baráttu“ því hún myndi skila sér á endanum. En þetta hlýtur að vera lýjandi. Og vitiði ég get sjálf skrifað undir að svo sé, þó hún sé einungis örlítið brot af reynslu míns fólks. Árið 2014 fór ég ásamt samstarfskonu minni í vinnuferð til Stokkhólms. Fjórða kvöldið okkar fórum við stöllur á huggulegan ítalskan veitingastað þar sem starfsfólkið var ítalskt en það talaði sænsku. Sjálf tala ég ágætis sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð í rúm sex ár. Kannski örlar enn á gautaborgskum hreim með dassi af íslenskubroti þar sem áratugur er liðinn frá flutningum heim. Þá var komið því að greiða fyrir matinn. Ég sagði þjóninum (á sænsku auðvitað) hvar við sátum. Hann svarði mér á ensku og það kom mér á óvart þar sem ég vissi að hann talaði lýtalausa sænsku! Þvínæst segi ég honum, áfram á sænsku, að við vorum ánægðar með matinn og staðinn. Sami þjónn svarar mér á ensku og ég finn fyrir pirringi vakna innra með mér. Gef mig þó ekki og held áfram einhverju sænsku smátali. Hann segir „please be welcome again“ þegar við hverfum út um dyrnar. Næst þegar þú finnur þig í þeirri stöðu að mæta útlendingi sem talar mál sem rúmlega þrjúhundruð þúsund manns í heiminum tala, viltu þá hugsa þig tvisvar um áður en þú svarar. Ef viðkomandi leggur það á sig að tala við þig á íslensku þá get ég lofað þér því að það er farsælast að svara viðkomandi á íslensku. Æfingin skapar jú meistarann ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýverið átti ég gott samtal við erlenda nemendur mína sem eru fullorðið fólk á talþjálfunarnámskeiði í íslensku. Í þessu samtali kviknaði á fjölmörgum perum í kollinum á okkur um mannlegt eðli. Í mannlegu eðli leynast margar ólíkar tilfinningar og þær geta einkennst meðal annars af meðvirkni en einnig samkennd. Plús allar hinar sem við förum ekki inn á hér. Samlandar mínir, Íslendingar, eru margir hverjir nokkuð meðvirkir og oft verið talað um Ísland sem meðvirka þjóð. Við þykjum einnig oft á tíðum fljót að gleyma en kannski blessunarlega erum við upp til hópa ekkert alltof langrækin. En það er önnur saga. Umræðuefnið með þátttakendunum á íslenskunámskeiðinu beindist að þeim hvimleiða ávana Íslendinga að svara útlendingum á ensku sem eru að spreyta sig á hinu íslenska ylhýra. Ég horfði í augun á fólkinu þennan morgun, sem er meðal annars komið alla leið frá Nepal, Filipseyjum, Bandaríkjunum og Póllandi. Öll höfðu þau sína sögu að segja af mis-vel-heppnuðum tilraunum til að tjá sig á íslensku við mismunandi aðstæður en var svarað á ensku. Ég hvatti þau einlæglega til að halda ótrauð áfram þessari „baráttu“ því hún myndi skila sér á endanum. En þetta hlýtur að vera lýjandi. Og vitiði ég get sjálf skrifað undir að svo sé, þó hún sé einungis örlítið brot af reynslu míns fólks. Árið 2014 fór ég ásamt samstarfskonu minni í vinnuferð til Stokkhólms. Fjórða kvöldið okkar fórum við stöllur á huggulegan ítalskan veitingastað þar sem starfsfólkið var ítalskt en það talaði sænsku. Sjálf tala ég ágætis sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð í rúm sex ár. Kannski örlar enn á gautaborgskum hreim með dassi af íslenskubroti þar sem áratugur er liðinn frá flutningum heim. Þá var komið því að greiða fyrir matinn. Ég sagði þjóninum (á sænsku auðvitað) hvar við sátum. Hann svarði mér á ensku og það kom mér á óvart þar sem ég vissi að hann talaði lýtalausa sænsku! Þvínæst segi ég honum, áfram á sænsku, að við vorum ánægðar með matinn og staðinn. Sami þjónn svarar mér á ensku og ég finn fyrir pirringi vakna innra með mér. Gef mig þó ekki og held áfram einhverju sænsku smátali. Hann segir „please be welcome again“ þegar við hverfum út um dyrnar. Næst þegar þú finnur þig í þeirri stöðu að mæta útlendingi sem talar mál sem rúmlega þrjúhundruð þúsund manns í heiminum tala, viltu þá hugsa þig tvisvar um áður en þú svarar. Ef viðkomandi leggur það á sig að tala við þig á íslensku þá get ég lofað þér því að það er farsælast að svara viðkomandi á íslensku. Æfingin skapar jú meistarann ekki satt?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar