Ríkisskattstjóri rannsakar þá sem leigja út í gegnum Airbnb Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2014 14:00 Rannsókn er í fullum gangi. „Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
„Við erum að skoða allar þessar gisti-síður, sem miðla eignum á Íslandi,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra. Verið er að rannsaka þá sem hafa leigt út eignir sínar í gegnum vefsíður eins og Airbnb, sem er gjarnan nefnt heimagisting. Skattframtöl þeirra, sem hafa leigt út íbúðir sínar, verða skoðuð og kannað hvort þeir hafi borgað skatt af þeim tekjum sem hlutust af útleigu eigna í gegnum vefsíður og auglýsingar í fjölmiðlum. Málið var til umfjöllunar í Stóru málunum, á Stöð 2 á mánudaginn. „Rannsóknin er í fullum gangi. Við erum byrjuð á því að eiga í samskiptum við fjármálafyrirtæki. Við vinnum þetta í góðu samstarfi við þau. Upplýsingar þaðan verða bornar saman við skattframtöl fólks sem hefur leigt út eignir sínar,“ segir Sigurður. Í desember heimsótti lögreglan 35 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið auglýstar í fjölmiðlum og vefsíðum. Sú aðgerð var kölluð „leiðbeinandi eftirlit“ og var þeim sem höfðu auglýst gistirými til leigu bent á að verða sér úti um tilskilin leyfi.Er þörf á breyttri löggjöf í þessum málum? „Það er ekki komin niðurstaða úr þessu. Erum ekki segja það fyrirfram að einhver sé að svíkja undan skatti. Það er einhver orðrómur í gangi. Við þurfum að skoða málin og meta þau. Við þurfum að gera þetta með formlegum hætti. Fyrr er ekki hægt að segja neitt til um þetta,“ svarar Sigurður. Hann segir ennfremur að ekki verði hægt að gera neitt í málinu fyrr en álagning liggur fyrir. „Þetta er í öruggri vinnslu. Þetta gerist ekkert rosalega hratt. Það er ekki raunverulega hægt að skoða þetta fyrr en álagning er búin að eiga sér stað, sem er kannski í júlí. En við erum að safna gögnum þannig að hægt verði að keyra samanburðinn af stað þegar álagning liggur fyrir.Airbnb borgar hótelskatt í Bandaríkjunum Vefsíðan Airbnb, og fleiri henni líkar, hafa valdið usla í Bandaríkjunum. Til að mynda hafa borgaryfirvöld í Los Angeles og New York kannað málið og bent á að leiga á heimilum geti skapað ýmiss vandræði á borð við hávaða og umferð, því íbúðirnar séu í íbúðarhverfum sem séu ekki til þess gerð að taka á móti ferðamönnum. Saksóknarar í New York-borg kanna nú hvort að leiga á íbúðum í gegnum síður eins Airbnb standist skattalög. Forsvarsmenn síðunnar hafa tekið þá að borga hótelskatt í ákveðnum borgum þar í landi. David Hantman, einn af yfirmönnum Airbnb, segir að þrátt fyrir að menn innan fyrirtækisins séu ósammála skattalögum vilji þeir hjálpa viðskiptavinum sínum að fara eftir lögum og reglum. „Viðskiptavinir okkar reka ekki hótel og skattalög um gistirými eiga nánast eingöngu við um hótel,“ bætir hann við.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent