Viðskipti innlent

Högnuðust samanlagt um 47 milljarða

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, og Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka nam samanlagt 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi.

Þetta er nokkuð lægri tala en á sama ársfjórðungi í fyrra en þá var heildarhagnaður bankanna fjögurra um 60,5 milljörðum króna. Hagnaður Glitnis, Landsbankans og Straums-Burðaráss dróst saman en lítils háttar hagnaðaraukning varð hjá Kaupþingi.

Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var allt frá 4,6 prósentum til 45,2 prósenta.

Heildareignir bankanna í lok mars voru komnar yfir 9.200 milljarða króna og var eigið fé alls 750 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×