Sturla: Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2010 22:18 Sturla Ásgeirsson. Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum 29-28 sigur á Fram í kvöld með því að skora sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dramatískt hjá okkur," sagði Sturla eftir leikinn. „Við byrjuðum rosalega vel og höfðum gott tak á þeim í byrjum. Við klikkuðum síðan á alltof mörgum dauðafærum og missum dampinn. Við komum inn í seinni hálfleik og erum aðeins skárri en ekki nógu gott því við lendum fjórum mörkum undir," segir Sturla. „Þá allt í einu áttum við okkur á því að þetta er að verða búið og það er eins gott að fara að gera eitthvað. Sem betur fer hafðist það því þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Sturla en Valsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leikssins 9-4. „Við erum búnir að lenda svo illa í því í vetur að þessi staða var ekkert svo slæm miðað við margt annað. Þetta var frábær karakter hjá liðinu. Við breyttum um vörn, Bubbi kom aftur í markið og einhvern veginn small þetta hjá okkur," sagði Sturla. „Þeir áttu erfitt með að komast í skot. Við gengum á lagið og fengum þarna nokkur hraðaupphlaupsmörk og uppskárum sigur. Það var náttúrulega sætt að skora sigurmarkið en ég var búinn að klikka svo oft áður að þetta var kannski uppreisn æru fyrir mig," sagði Sturla hógvær. „Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið sem er náttúrulega frábært en svo verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að koma vel stemmdir eftir áramót því það er nóg eftir af þessu móti. við viljum skríða upp töfluna, koma okkur almennilega úr þessari fallbaráttu og vonandi enda í efri hlutanum," sagði Sturla. Það var mikill munur á Valsliðinu í kvöld og Valsliðinu sem tapaði með 17 marka mun fyrir Fram fyrr í vetur. "Það er langt síðan að við töpuðum svona illa fyrir þeim og það er allt annar gír í mannskapnum hjá okkur. Við sýnum frábæran karkter með því að klára þetta í staðinn fyrir að brotna niður eins og í mörgum öðrum leikjum í vetur," sagði Sturla að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Sturla Ásgeirsson tryggði Valsmönnum 29-28 sigur á Fram í kvöld með því að skora sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 25 sekúndum fyrir leikslok. „Það er óhætt að segja að þetta hafi verið dramatískt hjá okkur," sagði Sturla eftir leikinn. „Við byrjuðum rosalega vel og höfðum gott tak á þeim í byrjum. Við klikkuðum síðan á alltof mörgum dauðafærum og missum dampinn. Við komum inn í seinni hálfleik og erum aðeins skárri en ekki nógu gott því við lendum fjórum mörkum undir," segir Sturla. „Þá allt í einu áttum við okkur á því að þetta er að verða búið og það er eins gott að fara að gera eitthvað. Sem betur fer hafðist það því þetta mátti ekki vera tæpara," sagði Sturla en Valsliðið vann síðustu fimmtán mínútur leikssins 9-4. „Við erum búnir að lenda svo illa í því í vetur að þessi staða var ekkert svo slæm miðað við margt annað. Þetta var frábær karakter hjá liðinu. Við breyttum um vörn, Bubbi kom aftur í markið og einhvern veginn small þetta hjá okkur," sagði Sturla. „Þeir áttu erfitt með að komast í skot. Við gengum á lagið og fengum þarna nokkur hraðaupphlaupsmörk og uppskárum sigur. Það var náttúrulega sætt að skora sigurmarkið en ég var búinn að klikka svo oft áður að þetta var kannski uppreisn æru fyrir mig," sagði Sturla hógvær. „Nú getum við farið brosandi inn í jólafríið sem er náttúrulega frábært en svo verðum við að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að koma vel stemmdir eftir áramót því það er nóg eftir af þessu móti. við viljum skríða upp töfluna, koma okkur almennilega úr þessari fallbaráttu og vonandi enda í efri hlutanum," sagði Sturla. Það var mikill munur á Valsliðinu í kvöld og Valsliðinu sem tapaði með 17 marka mun fyrir Fram fyrr í vetur. "Það er langt síðan að við töpuðum svona illa fyrir þeim og það er allt annar gír í mannskapnum hjá okkur. Við sýnum frábæran karkter með því að klára þetta í staðinn fyrir að brotna niður eins og í mörgum öðrum leikjum í vetur," sagði Sturla að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira