Sex milljarða rekstrarbati hjá Orkuveitunni 16. mars 2012 14:31 Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur varð 6,4 milljörðum meiri árið 2011 en 2010 og tvöfaldaðist á milli ára samkvæmt ársreikningi Orkuveitunnar. Þar kemur fram að launakostnaður dróst saman, annar rekstrarkostnaður sömuleiðis og tekjur jukust. Allir þættir aðgerðaáætlunar fyrirtækisins og eigenda þess, sem samþykkt var fyrir ári, hafa staðist og sumir gott betur. Ársreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur 2011 var samþykktur af stjórn fyrirtækisins í dag. Hann er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar: „Um síðustu mánaðamót lauk gagngerri uppstokkun á öllum rekstri Orkuveitunnar. Það hefur verið afar krefjandi verkefni og ekki sársaukalaust en starfsfólk hefur staðið sig með mikilli prýði. Við sjáum afrakstur þessarar miklu vinnu í uppgjörinu og ýmsir þættir eiga eftir að skila sér í bættri afkomu á næstunni. Það er líka afar mikilvægt. Skuldabyrðin er þung og sveiflur í ytri þáttum hafa mikil áhrif á fjármagnsliði uppgjörsins. Álverð og gengi krónunnar skiluðu þannig 14 milljörðum tekjumegin 2010 en svipaðri fjárhæð gjaldamegin 2011. Stjórn Orkuveitunnar hefur stigið mikilvæg skref til verja reksturinn fyrir sveiflum í vöxtum og álverði. Markviss áhættustefna og áhættuvarnarsamningar eru þar mikilvæg tæki þó höfuðatriði sé að reksturinn sjálfur sé í góðu horfi". Sú uppstokkun, sem ráðist var í á rekstri Orkuveitunnar, hefur skilað verulega bættri rekstrarafkomu. Rekstrarkostnaður, án orkukaupa til endursölu, lækkaði um 1,7 milljarða króna milli áranna 2010 og 2011, sem er 747 milljónum króna betri árangur en aðgerðaáætlun OR og eigenda gerði ráð fyrir. Starfsfólki Orkuveitunnar hefur fækkað mikið undanfarin misseri, eða um 200 frá því flest var árið 2008. Ýmis kostnaður tengdur mannahaldi hefur dregist saman að sama skapi. Skuldir Orkuveitunnar eru verulegar og eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er of lágt. Batnandi afkoma reksturs og aðgerðir í samstarfi við eigendur gera fyrirtækinu kleift, ef áætlanir ganga eftir, að ráða við afborganir næstu ára. Þá má búast við að eiginfjárhlutfallið fari að hækka á ný. Ársreikninginn má finna í viðhengi. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Rekstrarhagnaður (EBIT) Orkuveitu Reykjavíkur varð 6,4 milljörðum meiri árið 2011 en 2010 og tvöfaldaðist á milli ára samkvæmt ársreikningi Orkuveitunnar. Þar kemur fram að launakostnaður dróst saman, annar rekstrarkostnaður sömuleiðis og tekjur jukust. Allir þættir aðgerðaáætlunar fyrirtækisins og eigenda þess, sem samþykkt var fyrir ári, hafa staðist og sumir gott betur. Ársreikningur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur 2011 var samþykktur af stjórn fyrirtækisins í dag. Hann er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar: „Um síðustu mánaðamót lauk gagngerri uppstokkun á öllum rekstri Orkuveitunnar. Það hefur verið afar krefjandi verkefni og ekki sársaukalaust en starfsfólk hefur staðið sig með mikilli prýði. Við sjáum afrakstur þessarar miklu vinnu í uppgjörinu og ýmsir þættir eiga eftir að skila sér í bættri afkomu á næstunni. Það er líka afar mikilvægt. Skuldabyrðin er þung og sveiflur í ytri þáttum hafa mikil áhrif á fjármagnsliði uppgjörsins. Álverð og gengi krónunnar skiluðu þannig 14 milljörðum tekjumegin 2010 en svipaðri fjárhæð gjaldamegin 2011. Stjórn Orkuveitunnar hefur stigið mikilvæg skref til verja reksturinn fyrir sveiflum í vöxtum og álverði. Markviss áhættustefna og áhættuvarnarsamningar eru þar mikilvæg tæki þó höfuðatriði sé að reksturinn sjálfur sé í góðu horfi". Sú uppstokkun, sem ráðist var í á rekstri Orkuveitunnar, hefur skilað verulega bættri rekstrarafkomu. Rekstrarkostnaður, án orkukaupa til endursölu, lækkaði um 1,7 milljarða króna milli áranna 2010 og 2011, sem er 747 milljónum króna betri árangur en aðgerðaáætlun OR og eigenda gerði ráð fyrir. Starfsfólki Orkuveitunnar hefur fækkað mikið undanfarin misseri, eða um 200 frá því flest var árið 2008. Ýmis kostnaður tengdur mannahaldi hefur dregist saman að sama skapi. Skuldir Orkuveitunnar eru verulegar og eiginfjárhlutfall fyrirtækisins er of lágt. Batnandi afkoma reksturs og aðgerðir í samstarfi við eigendur gera fyrirtækinu kleift, ef áætlanir ganga eftir, að ráða við afborganir næstu ára. Þá má búast við að eiginfjárhlutfallið fari að hækka á ný. Ársreikninginn má finna í viðhengi.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira