Viðskipti innlent

Íslandsbanki verði seldur fyrst

Bankasýsla ríkisins telur hyggilegt, að ráðist verði fyrst í sölu minnstu eignarhluta, sem stofnunin fer með, og síðar í sölu stærri eignarhluta, og þá jafnvel í nokkrum áföngum. Í þessu felst, að gera má ráð fyrir því, að fyrst verði lagt til að ráðist verði í sölu eignarhlutar í Íslandsbanka hf., en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta þessa árs.

Stofnunin gerir ekki ráð fyrir að leggja til, að sala eignarhluta í Arion banka hf. og í Landsbankanum hf. geti hafist fyrr en á næsta ári, og að sala í Landsbankanum hf. verði jafnvel framkvæmd í nokkrum áföngum.

Bankasýslan fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum í samræmi við eigendastefnu ríkisins hverju sinni. Í árslok 2010 námu fjárhagslegar kröfur ríkisins vegna eiginfjárframlaga til fjármálafyrirtækja um 200 milljörðum króna, sem samsvarar um fimmtungi af heildareignum þess.

Hægt er að lesa framtíðarstefnu Bankasýslunnar hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×