BTC í Búlgaríu selt á 160 milljarða króna 3. maí 2007 06:45 Björgólfur á aðalfundi Straums-Burðaráss í byrjun marsmánaðar. Félögin Straumur og Burðarás tóku þátt í kaupum á 65 prósenta hlut í búlgarska símafélaginu BTC sumarið 2004. MYND/Anton Gengið hefur verið frá sölu á búlgarska símafélaginu BTC til bandaríska fjármála-fyrirtækisins AIG Global Investment Group fyrir 160 milljarða króna. Skrifað var undir sölusamning í gærkvöldi, en stærsti eigandi BTC var Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, með um 85 prósenta eignarhlut. Í tilkynningu Novator kemur fram að um sé að ræða stærstu skuldsettu yfirtöku í Mið- og Austur-Evrópu til þessa. „Markaðsvirði félagsins er um 145 milljarðar króna. AIG hefur tryggt sér kaup á rúmlega 90 prósentum í félaginu en stefnir að kaupum á öllu félaginu og afskráningu úr Kauphöllinni í Sófíu," segir þar. Novator fjárfesti fyrst í BTC í samvinnu við fjárfestingafélagið Advent International, EBRD, National Bank of Greece, og fleiri þegar félagið var einkavætt í júní 2004. Félögin Straumur, Burðarás og Síminn sem þá var í ríkiseigu tóku einnig þátt í upphaflegu viðskiptunum, en þá voru keypt 65 prósent í félaginu. Síðan hefur Novator aukið við hlut sinn og fer við söluna nú með um 85 prósenta hlut í BTC. „Ávöxtun íslensku fjárfestanna sem tóku þátt í fyrstu viðskiptunum fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári er nærri fimmföld. Hagnaður Novator af viðskiptunum er um 55 til 60 milljarðar króna en annarra íslenskra fjárfesta um 6 milljarðar króna," segir í tilkynningunni. Frá einkavæðingu hefur BTC tekið miklum breytingum og vaxið samhliða gagngerum endurbótum á tæknibúnaði og margþættum skipulagsbreytingum. Þannig segir í tilkynningu Novator að starfsmönnum hafi verið fækkað úr um 24 þúsundum í 10 þúsund í samráði við stjórnvöld og verkalýðsfélög. Þá hafi verið fjárfest í nýjum tækjabúnaði fyrir nærri 40 milljarða króna og rekstur farsímaþjónustu hafinn. BTC býður nú alhliða fjarskiptaþjónustu og má til marks um vöxt félagsins nefna tæplega 17 prósenta aukningu hagnaðar eftir skatta og afskriftir milli áranna 2006 og 2005, úr rúmlega 113 milljónum búlgarskra leva í 132 milljónir leva, eða úr sem nemur 5,03 milljörðum króna í 5,9 milljarða króna. Kaupandi BTC, bandaríska félagið AIG, býður alhliða fjármálaþjónustu um heim allan, þar á meðal í tryggingum, fjárfestingum, eignastýringu og fasteignum. Fyrirtækið stýrir nærri 55 þúsund milljörðum króna og hefur um 2.000 starfsmenn sem starfa á 44 skrifstofum víða um heim. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Gengið hefur verið frá sölu á búlgarska símafélaginu BTC til bandaríska fjármála-fyrirtækisins AIG Global Investment Group fyrir 160 milljarða króna. Skrifað var undir sölusamning í gærkvöldi, en stærsti eigandi BTC var Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, með um 85 prósenta eignarhlut. Í tilkynningu Novator kemur fram að um sé að ræða stærstu skuldsettu yfirtöku í Mið- og Austur-Evrópu til þessa. „Markaðsvirði félagsins er um 145 milljarðar króna. AIG hefur tryggt sér kaup á rúmlega 90 prósentum í félaginu en stefnir að kaupum á öllu félaginu og afskráningu úr Kauphöllinni í Sófíu," segir þar. Novator fjárfesti fyrst í BTC í samvinnu við fjárfestingafélagið Advent International, EBRD, National Bank of Greece, og fleiri þegar félagið var einkavætt í júní 2004. Félögin Straumur, Burðarás og Síminn sem þá var í ríkiseigu tóku einnig þátt í upphaflegu viðskiptunum, en þá voru keypt 65 prósent í félaginu. Síðan hefur Novator aukið við hlut sinn og fer við söluna nú með um 85 prósenta hlut í BTC. „Ávöxtun íslensku fjárfestanna sem tóku þátt í fyrstu viðskiptunum fyrir rúmlega tveimur og hálfu ári er nærri fimmföld. Hagnaður Novator af viðskiptunum er um 55 til 60 milljarðar króna en annarra íslenskra fjárfesta um 6 milljarðar króna," segir í tilkynningunni. Frá einkavæðingu hefur BTC tekið miklum breytingum og vaxið samhliða gagngerum endurbótum á tæknibúnaði og margþættum skipulagsbreytingum. Þannig segir í tilkynningu Novator að starfsmönnum hafi verið fækkað úr um 24 þúsundum í 10 þúsund í samráði við stjórnvöld og verkalýðsfélög. Þá hafi verið fjárfest í nýjum tækjabúnaði fyrir nærri 40 milljarða króna og rekstur farsímaþjónustu hafinn. BTC býður nú alhliða fjarskiptaþjónustu og má til marks um vöxt félagsins nefna tæplega 17 prósenta aukningu hagnaðar eftir skatta og afskriftir milli áranna 2006 og 2005, úr rúmlega 113 milljónum búlgarskra leva í 132 milljónir leva, eða úr sem nemur 5,03 milljörðum króna í 5,9 milljarða króna. Kaupandi BTC, bandaríska félagið AIG, býður alhliða fjármálaþjónustu um heim allan, þar á meðal í tryggingum, fjárfestingum, eignastýringu og fasteignum. Fyrirtækið stýrir nærri 55 þúsund milljörðum króna og hefur um 2.000 starfsmenn sem starfa á 44 skrifstofum víða um heim.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira