Pattstaða í Berlín 17. október 2005 23:43 "Engin völd fyrir neinn." Með þessu kjörorði stjórnleysingja túlkaði stjórnmálaskýrandi þýzka vikuritsins Der Spiegel dóm kjósenda í þingkosningunum í Þýzkalandi á sunnudag. Þeir kusu stjórn jafnaðarmanna og græningja frá völdum en færðu stjórnarandstöðunni ekki umboð til að mynda nýja stjórn. Pattstaða er komin upp í þýzkum stjórnmálum og ljóst að erfitt mun reynast að mynda starfshæfan stjórnarmeirihluta. Þótt kristilegu flokkarnir, Kristilegir demókratar (CDU) og systurflokkurinn í Bæjaralandi, Kristilega sósíalsambandið (CSU), fengju flest atkvæði og flesta þingmenn kjörna, reyndist fylgi þeirra mun minna en kosningaspár höfðu gert ráð fyrir. Samkvæmt bráðabirgðaúrslitum sem kjörstjórn birti í gær fengu kristilegir 225 þingmenn kjörna en jafnaðarmenn 222, forskotið í prósentum talið skrapp niður í tæpt prósent - 35,2 á móti 34,3 prósentum jafnaðarmanna - en í skoðanakönnunum hafði fylgi CDU/CSU aldrei í allri kosningabaráttunni mælzt minna en 40 prósent. Í síðustu kosningum var fylgi beggja stóru flokkanna 38,5%. Tvö gera tilkall til kanzlarastólsins Angela Merkel, formaður CDU og kanzlaraefni kristilegu flokkanna, á sem leiðtogi stærsta þingflokksins tilkall til þess að fá fyrst stjórnarmyndunarumboðið. En vegna þess hve forskotið er naumt finnst ýmsum ástæða til að draga forystutilkall Merkel í efa. Bæði Merkel og starfsbróðir hennar í Jafnaðarmannaflokknum, Franz Müntefering, sögðust í gær hafa sett í gang þreifingaviðræður við fulltrúa allra hinna flokkanna, að undanskildum Vinstriflokknum, kosningabandalagi austur- og vestur-þýzkra sósíalista sem enginn vill eiga neitt saman við að sælda. Merkel skoraði á forystu SPD að "sætta sig við að SPD sé ekki stærsti flokkurinn" og að fara út í viðræður við sinn flokk um myndun breiðrar samsteypustjórnar undir sinni forystu. En Müntefering kaus að svara þessu engu heldur tilkynnti að hann hefði boðið formönnum hinna flokkanna til viðræðna. "Skilaboðin voru skýr: kjósendur þessa lands vilja ekki frú Merkel sem kanzlara," sagði Müntefering. Gerhard Schröder, kanzlari í fráfarandi stjórn, lýsti því yfir strax að kvöldi kjördags að hann einn væri fær um að mynda stöðuga ríkisstjórn. Kæmi til samstarfs SPD og kristilegra yrði það "örugglega ekki" undir forystu Merkel. "Jamaica"- eða "umferðarljósastjórn"? Hinir fræðilegu möguleikarnir á meirihlutasamstarfi er annars vegar milli kristilegra, frjálslyndra og græningja - sem í umræðunni er gjarnan kölluð "Jamaica-stjórn" þar sem fánalitir Karíbahafseyjunnar (svart, gult, grænt) ríma við litina sem þessir flokkar hafa í hefðbundnu litrófi þýzka flokkakerfisins - og milli jafnaðarmanna, græningja og frjálslyndra, öðru nafni "umferðarljósasamsteypa" (rautt, gult, grænt). Guido Westerwelle, formaður frjálslyndra, ítrekaði strax að kvöldi kjördags að flokkurinn kysi frekar að vera í stjórnarandstöðu en hjálpa núverandi stjórnarflokkum að vera áfram við völd. Ljóst er að minnsta kosti að Joschka Fischer, oddviti græningja, myndi ekki geta setið í stjórn með Westerwelle. Það þarf þó ekki að þýða að útilokað sé að við þessar aðstæður sem nú eru upp komnar geti samningamenn flokkanna ekki fundið flöt á samstarfi. Takist það ekki liggur næst að ætla að niðurstaðan verði "stóra samsteypa" - sem reyndar 36 prósent Þjóðverja sögðust fyrir kosningar telja að væri "bezti kosturinn fyrir Þýzkaland". En það er alls ekki víst að Angela Merkel verði kanzlari í þeirri stjórn. Jafnaðarmenn virðast ætla að sækja það mjög fast að Schröder fari fyrir slíkri stjórn, verði hún að veruleika. En hugsanleg væri líka sú málamiðlunarlausn að einhver annar úr herbúðum kristilegra en Merkel yrði kanzlari. Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
"Engin völd fyrir neinn." Með þessu kjörorði stjórnleysingja túlkaði stjórnmálaskýrandi þýzka vikuritsins Der Spiegel dóm kjósenda í þingkosningunum í Þýzkalandi á sunnudag. Þeir kusu stjórn jafnaðarmanna og græningja frá völdum en færðu stjórnarandstöðunni ekki umboð til að mynda nýja stjórn. Pattstaða er komin upp í þýzkum stjórnmálum og ljóst að erfitt mun reynast að mynda starfshæfan stjórnarmeirihluta. Þótt kristilegu flokkarnir, Kristilegir demókratar (CDU) og systurflokkurinn í Bæjaralandi, Kristilega sósíalsambandið (CSU), fengju flest atkvæði og flesta þingmenn kjörna, reyndist fylgi þeirra mun minna en kosningaspár höfðu gert ráð fyrir. Samkvæmt bráðabirgðaúrslitum sem kjörstjórn birti í gær fengu kristilegir 225 þingmenn kjörna en jafnaðarmenn 222, forskotið í prósentum talið skrapp niður í tæpt prósent - 35,2 á móti 34,3 prósentum jafnaðarmanna - en í skoðanakönnunum hafði fylgi CDU/CSU aldrei í allri kosningabaráttunni mælzt minna en 40 prósent. Í síðustu kosningum var fylgi beggja stóru flokkanna 38,5%. Tvö gera tilkall til kanzlarastólsins Angela Merkel, formaður CDU og kanzlaraefni kristilegu flokkanna, á sem leiðtogi stærsta þingflokksins tilkall til þess að fá fyrst stjórnarmyndunarumboðið. En vegna þess hve forskotið er naumt finnst ýmsum ástæða til að draga forystutilkall Merkel í efa. Bæði Merkel og starfsbróðir hennar í Jafnaðarmannaflokknum, Franz Müntefering, sögðust í gær hafa sett í gang þreifingaviðræður við fulltrúa allra hinna flokkanna, að undanskildum Vinstriflokknum, kosningabandalagi austur- og vestur-þýzkra sósíalista sem enginn vill eiga neitt saman við að sælda. Merkel skoraði á forystu SPD að "sætta sig við að SPD sé ekki stærsti flokkurinn" og að fara út í viðræður við sinn flokk um myndun breiðrar samsteypustjórnar undir sinni forystu. En Müntefering kaus að svara þessu engu heldur tilkynnti að hann hefði boðið formönnum hinna flokkanna til viðræðna. "Skilaboðin voru skýr: kjósendur þessa lands vilja ekki frú Merkel sem kanzlara," sagði Müntefering. Gerhard Schröder, kanzlari í fráfarandi stjórn, lýsti því yfir strax að kvöldi kjördags að hann einn væri fær um að mynda stöðuga ríkisstjórn. Kæmi til samstarfs SPD og kristilegra yrði það "örugglega ekki" undir forystu Merkel. "Jamaica"- eða "umferðarljósastjórn"? Hinir fræðilegu möguleikarnir á meirihlutasamstarfi er annars vegar milli kristilegra, frjálslyndra og græningja - sem í umræðunni er gjarnan kölluð "Jamaica-stjórn" þar sem fánalitir Karíbahafseyjunnar (svart, gult, grænt) ríma við litina sem þessir flokkar hafa í hefðbundnu litrófi þýzka flokkakerfisins - og milli jafnaðarmanna, græningja og frjálslyndra, öðru nafni "umferðarljósasamsteypa" (rautt, gult, grænt). Guido Westerwelle, formaður frjálslyndra, ítrekaði strax að kvöldi kjördags að flokkurinn kysi frekar að vera í stjórnarandstöðu en hjálpa núverandi stjórnarflokkum að vera áfram við völd. Ljóst er að minnsta kosti að Joschka Fischer, oddviti græningja, myndi ekki geta setið í stjórn með Westerwelle. Það þarf þó ekki að þýða að útilokað sé að við þessar aðstæður sem nú eru upp komnar geti samningamenn flokkanna ekki fundið flöt á samstarfi. Takist það ekki liggur næst að ætla að niðurstaðan verði "stóra samsteypa" - sem reyndar 36 prósent Þjóðverja sögðust fyrir kosningar telja að væri "bezti kosturinn fyrir Þýzkaland". En það er alls ekki víst að Angela Merkel verði kanzlari í þeirri stjórn. Jafnaðarmenn virðast ætla að sækja það mjög fast að Schröder fari fyrir slíkri stjórn, verði hún að veruleika. En hugsanleg væri líka sú málamiðlunarlausn að einhver annar úr herbúðum kristilegra en Merkel yrði kanzlari.
Erlent Fréttir Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira