Erlent

Tannlæknakostnaður tvöfaldast

Tannlæknakostnaður Svía hefur tvöfaldast á síðustu sex árum en þá var verðlagning á þjónustu tannlækna gefin frjáls. Þetta er mun meiri verðhækkun en á annarri þjónustu á sama tímabili samkvæmt opinberum tölum. Stig Orustfjord hjá sænsku hagstofunni segir í Aftonbladet að tannlæknar hafi skýrt hækkunina með því að þeir hafi þurft að taka lán og ráðast í fjárfestingar eftir að reglugerðir um tannlækna og þjónustu þeirra var felld niður. Verð hefur hækkað misjafnlega mikið eftir landshlutum, vekur nokkra athygli að verðið er hærra í strjálbýli en það er í stórborgum þar sem meðallaun eru hæst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×