Innlent

Barnasáttmáli kynntur

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hélt upp á árs afmæli sitt í gær. Afmælisveislan var haldin á skrifstofu UNICEF á Íslandi við Skaftahlíð 24 í Reykjavík. Í tilefni tímamótanna var nýr bæklingur um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna kynntur. Bæklingnum verður dreift til allra 6. og 7. bekkinga á landinu á næstu dögum. Bæklingurinn er gerður að norskri fyrirmynd og er ætlað að fræða börn og ungmenni um réttindi sín og skyldur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×