Erlent

Ein gusa í gær

Eldfjallið Sankti Helena í Washingtonríki í Bandaríkjunum sendi frá sér eina gusu í gær sem að mestu samanstóð af ösku, gufu og reyk. Jarðvísindamenn eru tvístígandi hvort von sé á frekari umbrotum næstu daga. Gusan í gær er sú stærsta til þessa eftir nokkurra daga titring og smærri jarðskjálfta sem ýtt hafa undir ótta um að von sé á stórgosi í fjallinu. Vísindamenn segja óvíst hvort af stóru gosi verði nú. "Eitthvað, sem við teljum að sé hraun, er á leiðinni upp á við," sagði Jeff Wynn, yfirjarðfræðingur hjá eldfjallarannsóknastöðinni í Vancouver í Washington. Skýið sem myndaðist yfir fjallinu í gær var sagt að mestu gufa vegna ísbráðnunar í toppi fjallsins, en lítil aska var í skýinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×