Færasti úðteiknari heims kennir á Íslandi Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. júní 2016 16:11 Tæknin er slík að þeir færustu geta gert myndir þar sem erfitt er að greina á milli hvort um ljósmynd eða málverk sé að ræða. Vísir/Dru Blair Á morgun hefur göngu sína skóli sem kennir áhugasömum þá stórkostlegu list að airbrusha (eða úð-teikna með vöntun á betra orði) en það er framandi listgrein sem má víst nýta við skreytingar á farartækjum og mannfólki í senn. „Airbrush er notað nánast í allt. Það er hægt að nota þetta í allt frá förðun upp í bílamálun,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem sér um skólann hér á landi. „Við erum aðallega að kenna skreytingar á mótorhjól og bíla. Við erum að kenna nemendum að mála á álplötur frá grunni.“ Hingað til lands er kominn bandaríkjamaðurinn Dru Blair til þess að kenna en hann hefur nær fullkomnað þá list að teikna með slíkri aðferð. Myndir hans eru það raunverulegar að erfitt getur verið að greina á milli hvort um málverk eða ljósmynd sé að ræða.Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan.„Það er oft ómögulegt að sjá hvort er. Meira að segja þegar þú ferð nálægt myndunum sér maður hverja einustu svitaholu. Þetta er allt gert með nýjustu tækni og það tekur ekki tvö ár að gera svona myndir lengur eins og það gerði í gamla daga.“Ýrr Valkyrja stendur fyrir námskeiðinu hér á landi sem hefst á morgun.Vísir/einkasafnVenst eins og að tannbursta sigNotuð er lítil sprauta sem úðar málningunni á málminn. Henni er stýrt á svipaðan hátt og húðflúrarar nota nálina sína. Því er stýrt með takka hversu mikið loftflæði kemur úr sprautunni hverju sinni og hversu mikil málning sprautast út. „Þetta er pínu kúnst til þess að byrja með en svo þegar maður er búinn að venjast þessu er þetta eins og að tannbursta sig. Þegar þetta er komið inn í undirmeðvitundina þá verður þetta auðveldara. Aðal trixið er að halda loftflæði og hrista pinnann fram og til baka.“ Auk þess að vera myndlistamaður er Ýrr sjálf flúrari og segir þarna vera komið tækifæri fyrir flúrara landsins til þess að bæta sig í greininni. „Það hefur komið í ljós að færir airbrush-listamenn verða færari flúrarar. Það er út af því að byssurnar eru svipaðar. Við ýtum á petal þegar við erum að flúra en þarna ýtum við á takka. En hreyfingarnar eru mjög keimlíkt airbrush-inu. Ég fann það að þetta kenndi mér betur að flúra. Svo komst ég að því að margir af bestu flúrurum erlendis byrjuðu einmitt svona.“Þótt ótrúlegt megi virðast er hér ekki um ljósmynd að ræða heldur málverk eftir Dru Blair.Ekki nauðsynlegt að kunna að teiknaÝrr segir að það sé ekki nauðsynlegt að vera góður í því að teikna áður en maður lærir á airbrush-ið. „Þú þarft ekkert að kunna teikna. Fyrst lærir maður tækni sem styðst mikið við límbönd og annað. Þetta ferli er því líka góð leið til þess að læra að teikna.“ Skólinn hefst á morgun en um er að ræða fjögurra daga námskeið sem fram fer í húsakynnum Ýrr Valkyrja Art / Tattobike.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir Dru Blair teikna mynd frá grunni. Lokaniðurstaðan er þannig að við fyrstu sýn er sem um ljósmynd sé að ræða. Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Á morgun hefur göngu sína skóli sem kennir áhugasömum þá stórkostlegu list að airbrusha (eða úð-teikna með vöntun á betra orði) en það er framandi listgrein sem má víst nýta við skreytingar á farartækjum og mannfólki í senn. „Airbrush er notað nánast í allt. Það er hægt að nota þetta í allt frá förðun upp í bílamálun,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem sér um skólann hér á landi. „Við erum aðallega að kenna skreytingar á mótorhjól og bíla. Við erum að kenna nemendum að mála á álplötur frá grunni.“ Hingað til lands er kominn bandaríkjamaðurinn Dru Blair til þess að kenna en hann hefur nær fullkomnað þá list að teikna með slíkri aðferð. Myndir hans eru það raunverulegar að erfitt getur verið að greina á milli hvort um málverk eða ljósmynd sé að ræða.Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan.„Það er oft ómögulegt að sjá hvort er. Meira að segja þegar þú ferð nálægt myndunum sér maður hverja einustu svitaholu. Þetta er allt gert með nýjustu tækni og það tekur ekki tvö ár að gera svona myndir lengur eins og það gerði í gamla daga.“Ýrr Valkyrja stendur fyrir námskeiðinu hér á landi sem hefst á morgun.Vísir/einkasafnVenst eins og að tannbursta sigNotuð er lítil sprauta sem úðar málningunni á málminn. Henni er stýrt á svipaðan hátt og húðflúrarar nota nálina sína. Því er stýrt með takka hversu mikið loftflæði kemur úr sprautunni hverju sinni og hversu mikil málning sprautast út. „Þetta er pínu kúnst til þess að byrja með en svo þegar maður er búinn að venjast þessu er þetta eins og að tannbursta sig. Þegar þetta er komið inn í undirmeðvitundina þá verður þetta auðveldara. Aðal trixið er að halda loftflæði og hrista pinnann fram og til baka.“ Auk þess að vera myndlistamaður er Ýrr sjálf flúrari og segir þarna vera komið tækifæri fyrir flúrara landsins til þess að bæta sig í greininni. „Það hefur komið í ljós að færir airbrush-listamenn verða færari flúrarar. Það er út af því að byssurnar eru svipaðar. Við ýtum á petal þegar við erum að flúra en þarna ýtum við á takka. En hreyfingarnar eru mjög keimlíkt airbrush-inu. Ég fann það að þetta kenndi mér betur að flúra. Svo komst ég að því að margir af bestu flúrurum erlendis byrjuðu einmitt svona.“Þótt ótrúlegt megi virðast er hér ekki um ljósmynd að ræða heldur málverk eftir Dru Blair.Ekki nauðsynlegt að kunna að teiknaÝrr segir að það sé ekki nauðsynlegt að vera góður í því að teikna áður en maður lærir á airbrush-ið. „Þú þarft ekkert að kunna teikna. Fyrst lærir maður tækni sem styðst mikið við límbönd og annað. Þetta ferli er því líka góð leið til þess að læra að teikna.“ Skólinn hefst á morgun en um er að ræða fjögurra daga námskeið sem fram fer í húsakynnum Ýrr Valkyrja Art / Tattobike.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir Dru Blair teikna mynd frá grunni. Lokaniðurstaðan er þannig að við fyrstu sýn er sem um ljósmynd sé að ræða.
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira