Færasti úðteiknari heims kennir á Íslandi Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. júní 2016 16:11 Tæknin er slík að þeir færustu geta gert myndir þar sem erfitt er að greina á milli hvort um ljósmynd eða málverk sé að ræða. Vísir/Dru Blair Á morgun hefur göngu sína skóli sem kennir áhugasömum þá stórkostlegu list að airbrusha (eða úð-teikna með vöntun á betra orði) en það er framandi listgrein sem má víst nýta við skreytingar á farartækjum og mannfólki í senn. „Airbrush er notað nánast í allt. Það er hægt að nota þetta í allt frá förðun upp í bílamálun,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem sér um skólann hér á landi. „Við erum aðallega að kenna skreytingar á mótorhjól og bíla. Við erum að kenna nemendum að mála á álplötur frá grunni.“ Hingað til lands er kominn bandaríkjamaðurinn Dru Blair til þess að kenna en hann hefur nær fullkomnað þá list að teikna með slíkri aðferð. Myndir hans eru það raunverulegar að erfitt getur verið að greina á milli hvort um málverk eða ljósmynd sé að ræða.Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan.„Það er oft ómögulegt að sjá hvort er. Meira að segja þegar þú ferð nálægt myndunum sér maður hverja einustu svitaholu. Þetta er allt gert með nýjustu tækni og það tekur ekki tvö ár að gera svona myndir lengur eins og það gerði í gamla daga.“Ýrr Valkyrja stendur fyrir námskeiðinu hér á landi sem hefst á morgun.Vísir/einkasafnVenst eins og að tannbursta sigNotuð er lítil sprauta sem úðar málningunni á málminn. Henni er stýrt á svipaðan hátt og húðflúrarar nota nálina sína. Því er stýrt með takka hversu mikið loftflæði kemur úr sprautunni hverju sinni og hversu mikil málning sprautast út. „Þetta er pínu kúnst til þess að byrja með en svo þegar maður er búinn að venjast þessu er þetta eins og að tannbursta sig. Þegar þetta er komið inn í undirmeðvitundina þá verður þetta auðveldara. Aðal trixið er að halda loftflæði og hrista pinnann fram og til baka.“ Auk þess að vera myndlistamaður er Ýrr sjálf flúrari og segir þarna vera komið tækifæri fyrir flúrara landsins til þess að bæta sig í greininni. „Það hefur komið í ljós að færir airbrush-listamenn verða færari flúrarar. Það er út af því að byssurnar eru svipaðar. Við ýtum á petal þegar við erum að flúra en þarna ýtum við á takka. En hreyfingarnar eru mjög keimlíkt airbrush-inu. Ég fann það að þetta kenndi mér betur að flúra. Svo komst ég að því að margir af bestu flúrurum erlendis byrjuðu einmitt svona.“Þótt ótrúlegt megi virðast er hér ekki um ljósmynd að ræða heldur málverk eftir Dru Blair.Ekki nauðsynlegt að kunna að teiknaÝrr segir að það sé ekki nauðsynlegt að vera góður í því að teikna áður en maður lærir á airbrush-ið. „Þú þarft ekkert að kunna teikna. Fyrst lærir maður tækni sem styðst mikið við límbönd og annað. Þetta ferli er því líka góð leið til þess að læra að teikna.“ Skólinn hefst á morgun en um er að ræða fjögurra daga námskeið sem fram fer í húsakynnum Ýrr Valkyrja Art / Tattobike.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir Dru Blair teikna mynd frá grunni. Lokaniðurstaðan er þannig að við fyrstu sýn er sem um ljósmynd sé að ræða. Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Sjá meira
Á morgun hefur göngu sína skóli sem kennir áhugasömum þá stórkostlegu list að airbrusha (eða úð-teikna með vöntun á betra orði) en það er framandi listgrein sem má víst nýta við skreytingar á farartækjum og mannfólki í senn. „Airbrush er notað nánast í allt. Það er hægt að nota þetta í allt frá förðun upp í bílamálun,“ segir Ýrr Valkyrja Baldursdóttir sem sér um skólann hér á landi. „Við erum aðallega að kenna skreytingar á mótorhjól og bíla. Við erum að kenna nemendum að mála á álplötur frá grunni.“ Hingað til lands er kominn bandaríkjamaðurinn Dru Blair til þess að kenna en hann hefur nær fullkomnað þá list að teikna með slíkri aðferð. Myndir hans eru það raunverulegar að erfitt getur verið að greina á milli hvort um málverk eða ljósmynd sé að ræða.Þetta má sjá í meðfylgjandi myndbandi hér fyrir neðan.„Það er oft ómögulegt að sjá hvort er. Meira að segja þegar þú ferð nálægt myndunum sér maður hverja einustu svitaholu. Þetta er allt gert með nýjustu tækni og það tekur ekki tvö ár að gera svona myndir lengur eins og það gerði í gamla daga.“Ýrr Valkyrja stendur fyrir námskeiðinu hér á landi sem hefst á morgun.Vísir/einkasafnVenst eins og að tannbursta sigNotuð er lítil sprauta sem úðar málningunni á málminn. Henni er stýrt á svipaðan hátt og húðflúrarar nota nálina sína. Því er stýrt með takka hversu mikið loftflæði kemur úr sprautunni hverju sinni og hversu mikil málning sprautast út. „Þetta er pínu kúnst til þess að byrja með en svo þegar maður er búinn að venjast þessu er þetta eins og að tannbursta sig. Þegar þetta er komið inn í undirmeðvitundina þá verður þetta auðveldara. Aðal trixið er að halda loftflæði og hrista pinnann fram og til baka.“ Auk þess að vera myndlistamaður er Ýrr sjálf flúrari og segir þarna vera komið tækifæri fyrir flúrara landsins til þess að bæta sig í greininni. „Það hefur komið í ljós að færir airbrush-listamenn verða færari flúrarar. Það er út af því að byssurnar eru svipaðar. Við ýtum á petal þegar við erum að flúra en þarna ýtum við á takka. En hreyfingarnar eru mjög keimlíkt airbrush-inu. Ég fann það að þetta kenndi mér betur að flúra. Svo komst ég að því að margir af bestu flúrurum erlendis byrjuðu einmitt svona.“Þótt ótrúlegt megi virðast er hér ekki um ljósmynd að ræða heldur málverk eftir Dru Blair.Ekki nauðsynlegt að kunna að teiknaÝrr segir að það sé ekki nauðsynlegt að vera góður í því að teikna áður en maður lærir á airbrush-ið. „Þú þarft ekkert að kunna teikna. Fyrst lærir maður tækni sem styðst mikið við límbönd og annað. Þetta ferli er því líka góð leið til þess að læra að teikna.“ Skólinn hefst á morgun en um er að ræða fjögurra daga námskeið sem fram fer í húsakynnum Ýrr Valkyrja Art / Tattobike.Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir Dru Blair teikna mynd frá grunni. Lokaniðurstaðan er þannig að við fyrstu sýn er sem um ljósmynd sé að ræða.
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Sjá meira