33 milljónir sótt um atvinnuleysisbætur á sex vikum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 23:30 Þessi búð í Michigan-ríki Bandaríkjanna er lokuð, eins og svo margar aðrar. AP/Paul Sancya) 33 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á síðustu sex vikum. Þeim sem sækja um atvinnuleysisbætur fækkar á milli vikna, en tölurnar eru enn gríðarlegar háar. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í apríl hafi verið fimmtán prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu vinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þar segir að frá því um miðjan mars hafi tuttugu prósent vinnuaflsins í Bandaríkjunum sótt um atvinnuleysisbætur. Alls sóttu 6,9 milljónir um atvinnuleysisbætur í einni viku í mars en sú tala hefur farið lækkandi en í síðustu viku sóttu 3,2 milljónir manna um bætur. Nýjar atvinnuleysistölur verða birtar á morgun og er gert ráð fyrir að sú mynd sem muni birtast þar verði sú dekksta frá því Kreppunni miklu á þriðja áratug síðustu aldar. Talið er að 21 milljón starfa hafi tapist í síðasta mánuði, sem myndi þýða að nær öll þau störf sem sköpuð hafa verið frá lokum fjármálakreppunnar 2008 og 2009 hafi tapast á einum mánuði, að því er segir í frétt AP Líkt og víða um heim hafa mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum dregið seglin mjög saman vegna kórónuveirufaraldursins sem skollið hefur harkalega á Bandaríkjunum þar sem 1,2 milljónir manna hafa greinst með veiruna og 68 þúsund látist. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
33 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum á síðustu sex vikum. Þeim sem sækja um atvinnuleysisbætur fækkar á milli vikna, en tölurnar eru enn gríðarlegar háar. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í apríl hafi verið fimmtán prósent. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðsskýrslu vinnumálaráðuneytis Bandaríkjanna. Þar segir að frá því um miðjan mars hafi tuttugu prósent vinnuaflsins í Bandaríkjunum sótt um atvinnuleysisbætur. Alls sóttu 6,9 milljónir um atvinnuleysisbætur í einni viku í mars en sú tala hefur farið lækkandi en í síðustu viku sóttu 3,2 milljónir manna um bætur. Nýjar atvinnuleysistölur verða birtar á morgun og er gert ráð fyrir að sú mynd sem muni birtast þar verði sú dekksta frá því Kreppunni miklu á þriðja áratug síðustu aldar. Talið er að 21 milljón starfa hafi tapist í síðasta mánuði, sem myndi þýða að nær öll þau störf sem sköpuð hafa verið frá lokum fjármálakreppunnar 2008 og 2009 hafi tapast á einum mánuði, að því er segir í frétt AP Líkt og víða um heim hafa mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum dregið seglin mjög saman vegna kórónuveirufaraldursins sem skollið hefur harkalega á Bandaríkjunum þar sem 1,2 milljónir manna hafa greinst með veiruna og 68 þúsund látist.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira