Langaði í stríð við eftirlitið en ákvað að láta frekar af störfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 20:48 Guðmundur Kristjánsson Vísir/vilhelm Guðmundur Kristjánsson segist hafa ákveðið að láta af störfum sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims í síðustu vikur eftir að Samkeppniseftirlitið tilkynnti honum að það hyggðist rannsaka tiltekin viðskipti Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila með eignarhluti í Brimi. Guðmundur segist hafa langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að skynsamlegast hafi verið að láta af störfum. Þann 30. apríl barst tilkynning til Kauphallar þar sem fram kom að Guðmundur hafði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar var hann sagður hætta vegna persónulegra ástæðna. Í gær barst svo tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kom að það hyggðist rannsaka hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf. Guðmundur er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti hluthafinn í Brimi. Guðmundur gaf ástæðuna fyrir starfslokunum í Kastljósi kvöldsins og vísaði hann þar í fyrirhugaða rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Sagði hann eftirlitið hafa gert athugasemdir við það undanfarin tvö ár að hann væri forstjóri og á sama tíma stærsti eigandinn í stærsta hluthafanum. „Þegar þeir [Samkeppniseftirlitið] tilkynntu okkur í síðustu viku að þetta væri eiginlega út af mér, raunverulega getur Brim ekki gert neitt á Íslandi því þeir eru alltaf að rannsaka mig, þá taldi ég best fyrir félagið, starfsfólkið og hluthafana að ég færi bara til hliðar. Mig langaði ekki til að fara, ég taldi það bara best,“ sagði Guðmundur. Gagnrýndi hann Samkeppniseftirlitið fyrir að eyða það sem hann teldi vera mikla orku í að rannsaka íslensk útflutningsfyrirtæki sem væru aðallega í samkeppni við erlend fyrirtæki, og að eftirlitið þyrfti að vera skilvirkar. „Mér finnst ekki ásættanlegt að Samkeppniseftirlit geti verið að rannsaka fyrirtæki og persónur svo árum skiptir,“ sagði Guðmundur. Honum hafi langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að slíkt væri ekki skynsamlegt. „Mig langaði til að fara í stríð við þá en skynsemin sagði mér að það væri ekki vit í því. Ég er það gamall núna en kannski fyrir mörgum árum hefði ég tekið slaginn við þá. Skynsemin sagði mér að það er betra að fara bara til hliðar, fyrirtækið haldi áfram og halda áfram með lífið.“ Guðmundur mun áfram sitja í stjórn félagsins og er eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins Brims. Sjávarútvegur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson segist hafa ákveðið að láta af störfum sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims í síðustu vikur eftir að Samkeppniseftirlitið tilkynnti honum að það hyggðist rannsaka tiltekin viðskipti Útgerðarfélags Reykjavíkur og tengdra aðila með eignarhluti í Brimi. Guðmundur segist hafa langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að skynsamlegast hafi verið að láta af störfum. Þann 30. apríl barst tilkynning til Kauphallar þar sem fram kom að Guðmundur hafði ákveðið að láta af störfum sem forstjóri Brims hf. Í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar var hann sagður hætta vegna persónulegra ástæðna. Í gær barst svo tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu þar sem fram kom að það hyggðist rannsaka hvort stofnast hafi til yfirráða Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila í Brimi hf. vegna tiltekinna viðskipta Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og tengdra aðila á árinu 2019 með eignarhluti í Brimi hf. Guðmundur er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti hluthafinn í Brimi. Guðmundur gaf ástæðuna fyrir starfslokunum í Kastljósi kvöldsins og vísaði hann þar í fyrirhugaða rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Sagði hann eftirlitið hafa gert athugasemdir við það undanfarin tvö ár að hann væri forstjóri og á sama tíma stærsti eigandinn í stærsta hluthafanum. „Þegar þeir [Samkeppniseftirlitið] tilkynntu okkur í síðustu viku að þetta væri eiginlega út af mér, raunverulega getur Brim ekki gert neitt á Íslandi því þeir eru alltaf að rannsaka mig, þá taldi ég best fyrir félagið, starfsfólkið og hluthafana að ég færi bara til hliðar. Mig langaði ekki til að fara, ég taldi það bara best,“ sagði Guðmundur. Gagnrýndi hann Samkeppniseftirlitið fyrir að eyða það sem hann teldi vera mikla orku í að rannsaka íslensk útflutningsfyrirtæki sem væru aðallega í samkeppni við erlend fyrirtæki, og að eftirlitið þyrfti að vera skilvirkar. „Mér finnst ekki ásættanlegt að Samkeppniseftirlit geti verið að rannsaka fyrirtæki og persónur svo árum skiptir,“ sagði Guðmundur. Honum hafi langað að fara í stríð við eftirlitið en ákveðið að slíkt væri ekki skynsamlegt. „Mig langaði til að fara í stríð við þá en skynsemin sagði mér að það væri ekki vit í því. Ég er það gamall núna en kannski fyrir mörgum árum hefði ég tekið slaginn við þá. Skynsemin sagði mér að það er betra að fara bara til hliðar, fyrirtækið haldi áfram og halda áfram með lífið.“ Guðmundur mun áfram sitja í stjórn félagsins og er eftir sem áður aðaleigandi stærsta hluthafa sjávarútvegsfyrirtækisins Brims.
Sjávarútvegur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira