Gerir ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði en ætlar ekki að hætta við hlutabótaleiðina Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 7. maí 2020 20:21 Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar. Skjáskot/Stöð 2 Forstjóri Festar ehf. gerir ekki ráð fyrir að félagið hætti við að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda. Hann áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina svokölluðu vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið Össur er á meðal þeirra sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum fyrirtækja. Fyrirtækið skilaði sem samsvarar ríflega einum milljarði í rekstrarhagnað á tímabilinu og greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða í arð fyrir árið 2019 en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að starfshlutfall 165 starfsmanna hafi minnkað um 50%. Skeljungur skilaði um 900 milljónum í rekstrarhagnað og greiddi hluthöfum 600 milljónir í arð. Um 50% starfsmanna hafði farið á hlutabótaúrræði stjórnvalda en forstjórinn tilkynnti svo á sjötta tímanum í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf og endurgreiða Vinnumálastofnun. Ekki er búið að birta ársfjórðungsuppgjör Haga en fyrirtækið hefur ellefu sinnum nýtt heimild af síðasta aðalfundi um kaup á eigin hlutabréfum, samtals að upphæð um hálfum milljarði. Fyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum frá eignarhaldsfélaginu Festi, sem rekur Krónuna, N1, Elko og Bakkann, er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins á árinu verði 7,3 milljarðar króna. Hjá Festi var ákveðið að fresta arðgreiðslum upp á 600 milljónir þangað til í september og stjórnendur fá ekki umsamda kaupauka. Um 5,5 prósent starfsfólks var sett á hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Nýta leiðina aðeins þar sem þurfti að loka Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar var inntur eftir því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld hvort ekki væri óþarfi að fyrirtæki, sem gerði ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði á árinu, nýti sér umrædda hlutabótaleið. Hann kvað svo ekki vera. „Nei, vegna þess að þegar hlutabótaleiðin kemur upp sem úrræði hjá ríkinu nýtum við þetta bara þar sem við þurfum að loka eða þrengja starfsemi út af ákvörðun sóttvarnalæknis eða heilbrigðisráðherra, eins og í Leifsstöð með Elko-búðina okkar,“ sagði Eggert. „Við viljum tryggja ráðningasambandið við þetta frábæra fólk og þess vegna nýtum við okkur þessa leið.“ Hversu mikið hefur starfsfólk fengið greitt úr ríkissjóði? „Við gerum ráð fyrir að á þessu tímabili séu þetta um 40 milljónir. Og þetta eru um 5,5 prósent af heildarstöðufjölda.“ Þá gerði Eggert ekki ráð fyrir að fyrirtækið færi að fordæmi Skeljungs og hætti við að nýta sér hlutabótaleiðina. „Ég geri ekki ráð fyrir því vegna þess að þetta er algjörlega gert þar sem við höfum þurft að loka út af ákvörðun sóttvarnalæknis. Þannig að við erum ekki að nota þetta á skrifstofunni eða svoleiðis, þar sem gengur vel. Þannig að, nei, við gerum ekki ráð fyrir því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Forstjóri Festar ehf. gerir ekki ráð fyrir að félagið hætti við að nýta sér hlutabótaleið stjórnvalda. Hann áætlar að hlutabótagreiðslur til starfsfólks nemi 40 milljónum á tímabilinu en Festi sér fram á 7,3 milljarða rekstrarhagnað á árinu 2020. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina svokölluðu vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðarmót. Fyrirtækið Össur er á meðal þeirra sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, að því er fram kemur í nýlegum ársfjórðungsuppgjörum fyrirtækja. Fyrirtækið skilaði sem samsvarar ríflega einum milljarði í rekstrarhagnað á tímabilinu og greiddi eigendum sínum 1,2 milljarða í arð fyrir árið 2019 en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að starfshlutfall 165 starfsmanna hafi minnkað um 50%. Skeljungur skilaði um 900 milljónum í rekstrarhagnað og greiddi hluthöfum 600 milljónir í arð. Um 50% starfsmanna hafði farið á hlutabótaúrræði stjórnvalda en forstjórinn tilkynnti svo á sjötta tímanum í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum starfsmönnum fullt starf og endurgreiða Vinnumálastofnun. Ekki er búið að birta ársfjórðungsuppgjör Haga en fyrirtækið hefur ellefu sinnum nýtt heimild af síðasta aðalfundi um kaup á eigin hlutabréfum, samtals að upphæð um hálfum milljarði. Fyrirtækið hefur nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda. Samkvæmt upplýsingum frá eignarhaldsfélaginu Festi, sem rekur Krónuna, N1, Elko og Bakkann, er gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins á árinu verði 7,3 milljarðar króna. Hjá Festi var ákveðið að fresta arðgreiðslum upp á 600 milljónir þangað til í september og stjórnendur fá ekki umsamda kaupauka. Um 5,5 prósent starfsfólks var sett á hlutabótaúrræði ríkisstjórnarinnar. Nýta leiðina aðeins þar sem þurfti að loka Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festar var inntur eftir því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld hvort ekki væri óþarfi að fyrirtæki, sem gerði ráð fyrir 7,3 milljarða rekstrarhagnaði á árinu, nýti sér umrædda hlutabótaleið. Hann kvað svo ekki vera. „Nei, vegna þess að þegar hlutabótaleiðin kemur upp sem úrræði hjá ríkinu nýtum við þetta bara þar sem við þurfum að loka eða þrengja starfsemi út af ákvörðun sóttvarnalæknis eða heilbrigðisráðherra, eins og í Leifsstöð með Elko-búðina okkar,“ sagði Eggert. „Við viljum tryggja ráðningasambandið við þetta frábæra fólk og þess vegna nýtum við okkur þessa leið.“ Hversu mikið hefur starfsfólk fengið greitt úr ríkissjóði? „Við gerum ráð fyrir að á þessu tímabili séu þetta um 40 milljónir. Og þetta eru um 5,5 prósent af heildarstöðufjölda.“ Þá gerði Eggert ekki ráð fyrir að fyrirtækið færi að fordæmi Skeljungs og hætti við að nýta sér hlutabótaleiðina. „Ég geri ekki ráð fyrir því vegna þess að þetta er algjörlega gert þar sem við höfum þurft að loka út af ákvörðun sóttvarnalæknis. Þannig að við erum ekki að nota þetta á skrifstofunni eða svoleiðis, þar sem gengur vel. Þannig að, nei, við gerum ekki ráð fyrir því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00 Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24 Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Bjarni segir ríkissjóð ekki standa undir velferðarkerfinu Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja áherslu á björgun starfa meðal annars vegna þess að án þeirra hafi ríkissjóður ekki efni á að reka velferðarkerfið. 7. maí 2020 20:00
Ætlast til þess að fyrirtæki misnoti ekki „björgunarhringi“ stjórnvalda Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að auðvitað sé ætlast til þess að fyrirtæki misnoti sér ekki leiðir á borð við hlutabótaleiðina. 7. maí 2020 19:24
Skeljungur býður starfsmönnum fullt starf á ný og endurgreiðir Vinnumálastofnun Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skeljungi. 7. maí 2020 17:33