Íslenskan kuldaklæðnað er að finna víða um heim 17. nóvember 2010 11:30 Íslenskur útivistarfatnaður er ekki bara áberandi hér heima heldur hafa hin ýmsu merki haslað sér völl víða um heim. Allir eiga það sameiginlegt sem framleiða íslenskan útivistarfatnað að horfa til tækifæra sem gefast í sölu utan landsteinanna. Fimm íslensk fyrirtæki framleiða útivistarfatnað undir eigin merkjum, en eru afskaplega misstór. Stærst er Sjóklæðagerðin 66°Norður, en þar á eftir koma í stærðarröð Nikita, Cintamani, ZO-ON og Icewear. Þrjú stærstu fyrirtækin er að finna á listanum yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins sem Frjáls verslun birti nýverið. Þar er 66°Norður í 119. sæti með ársveltu upp á 2,9 milljarða króna í fyrra, Nikita í 166. sæti með 1,7 milljarða króna veltu og Cintamani í 233. sæti með áætlaða veltu upp á 900 milljónir króna. Öll eiga fyrirtækin það sammerkt að megnið af allri framleiðslu þeirra fer fram utan landsteinanna. 66°Norður skera sig þó úr í því að starfrækja saumastofu hér heima, en að sögn Halldórs Gunnars Eyjólfssonar, forstjóra fyrirtækisins, sinnir hún aðallega sérpöntunum, breytingum og lagfæringum. Þá er fyrirtækið eitt um að starfrækja sínar eigin saumastofur í útlöndum, meðan aðrir íslenskir framleiðendur fatnaðar „útvista" þeirri starfsemi með því að kaupa þjónustu erlendra saumastofa. Nikita sker sig úr66°Norður reka tvær verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa 180 til 200 manns. Meðal annars af þessum sökum er fyrirtækið með mun fleira starfsfólk á sínum snærum en keppinautarnir, bæði hér heima og erlendis. „Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað í Kína í gegnum verktaka," segir Halldór. Núna starfa í allt rúmlega 300 manns hjá 66°Norður og fást vörur fyrirtækisins í yfir 500 verslunum í 19 löndum. Ef til vill þarf ekki að furða sig á forskotinu því fyrirtækið er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins, hóf árið 1926 framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk. Þá er fyrirtækið með langumfangsmesta sölunetið. Tveir starfsmenn eru í Bandaríkjunum á skrifstofu 66°Norður, en að auki eru umboðsmenn og dreifingaraðilar bæði þar og í Kanada. „Auk þess seljum við beint til Hong Kong og Ástralíu," segir Halldór. Utan eitt eiga fyrirtækin fimm það sammerkt að mest sala er hér á heimamarkaði, en í þessum efnum sker Nikita sig nokkuð úr. Halldór Gunnar segir helstu markaði hjá sér Norðurlöndin og Þýskaland, auk Bandaríkjanna. „Fyrirtækið hefur síðustu fimm ár vaxið um 20 til 30 prósent á hverju ári. Veltan var um einn milljarður árið 2004 en er um þrír milljarðar 2010," segir hann. Rúnar Ómarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Nikita, segir 95 prósent af sölu fyrirtækisins eiga sér stað erlendis. Telja verður vöxt fyrirtækisins ævintýri líkastan, orðið næststærst á sínu sviði í landinu á rúmum áratug, en Nikita var stofnað í Reykjavík árið 2000 og starfrækir verslun við Laugaveg. Hér á landi er fyrirtækið með 16 starfsmenn, en að auki starfa 16 í Þýskalandi og tveir í Frakklandi. Rúnar segir framleiðsluna svo fara fram í Kína, Taívan, Víetnam, Túnis og Argentínu. „En þar sem við úthýsum framleiðslunni er ekkert starfsfólk hjá Nikita í framleiðslu," segir hann. Föt fyrirtækisins eru hins vegar til sölu í um 1.500 verslunum í yfir 30 löndum. „Jafnframt seljum við beint í gegnum netverslun okkar til landa utan almenna dreifingarnetsins," segir hann og bendir um leið á að eingöngu hluti af sölu Nikita sé í „útivistarfatnaði" en annað sé í „lífsstílsfatnaði" sem ýmist sé seldur í útivistar- eða götutískuverslunum. 70 prósent af sölu Nikita segir Rúnar að fari fram á meginlandi Evrópu. „En Skandinavía, Kanada, Bandaríkin, Japan, Nýja-Sjáland og Ástralía skipta með sér 30 prósentum," segir hann og kveður fyrirtækið hyggja á mikla sókn á erlendum mörkuðum á næstu árum, með frekari áherslu á eigin verslanir og yfirtöku á dreifingu til verslana á lykilmörkuðum. Víða er hugað að útrásÍ kjölfar hlutafjáraukningar sem gerð var hjá Cintamani í byrjun síðasta mánaðar er ráðgerð metnaðarfull útrás á Þýskalandsmarkað. Þá keypti Kristinn Már Gunnarsson kaupsýslumaður þriðjungshlut í Sportís ehf., framleiðanda Cintamani. Hann sagði þá stefnt að því að opna til að byrja með níu Cintamani-verslunareiningar í verslunarmiðstöðvum víðs vegar um Þýskaland. Samhliða því yrði ráðist í markaðssetningu, með áherslu á íslenskan uppruna fatnaðarins. Skúli Björnsson, einn eigenda Cintamani, segir markaðsátak í Þýskalandi þegar hafið og kveður fatnað fyrirtækisins brátt fá kynningu í einum stærsta sportmagasín þætti þýsks sjónvarps. Þá verði innan skamms í Þýskalandi tveir sölumenn ráðnir til að sinna markaðnum þar. Framleiðsla Cintamani fer fram í Litháen og í Kína, en fyrirtækið kaupir þjónustu af þarlendum fyrirtækjum. Skúli áréttar hins vegar að efniviðurinn í framleiðsluna komi ekki þaðan, í Litháen sé framleitt úr ítölsku efni og í Kína úr japönsku, þar sem kínverskur efniviður standist ekki gæðakröfur fyrirtækisins. Er með þessu ekki öll sagan sögð af útrás íslensks útivistarfatnaðar. Jón Erlendsson, eigandi og forstjóri ZO-ON, segir líklegt að nokkuð stórra tíðinda verði að vænta af sínu fyrirtæki innan tíðar. „Við höfum alltaf verið að horfa til annarra landa og höfum undirbúið hlutina nokkuð vel á undanförnum árum. En þegar hrunið gekk yfir voru margir hlutir settir á ís, en eru nú aftur komnir á skrið," segir hann. Jón var í gær á förum til Indlands til að fylgja eftir framleiðslu þar. „Við framleiðum mest í Kína og á Indlandi, en einnig í Portúgal og lítilsháttar í Pakistan," segir hann, en líkt og hjá flestum er þar um keypta þjónustu að ræða. Alls starfa því ekki nema 14 hjá ZO-ON, en þar eru meðtaldir tveir finnskir hönnuðir, sem eru með aðsetur þar í landi. Jón segir þó samstarfið við fólkið hér heima náið og gott, nútímasamskiptatækni hjálpi þar til, auk þess sem hönnuðirnir komi reglulega í heimsókn. „Við höfum síðastliðin þrjú ár eytt óhemju tíma í nýja hönnun," segir Jón og boðar nýjar vörulínur og töluverðar breytingar á fatnaði ZO-ON. „Við erum núna að klára alla hönnun fyrir vorið 2012," segir hann. Jón slær þann varnagla að enn sé ekkert fast í hendi með tíðindi af aukinni útrás fyrirtækisins, en segir ZO-ON komið vel á skrið með stóra samninga um sölu í Japan. „Þetta skýrist innan mjög skamms tíma, en það er náttúrulega ekki enn búið að skrifa undir. Það er ekkert endanlegt fyrr en það er gert." Hann segir þó skammt í land og að samningarnir séu nokkuð umfangsmiklir þar sem um svokallað „licence" sé að ræða. Gangi þeir eftir fær því japanska fyrirtækið leyfi til að framleiða fatnað í Japan undir merkjum ZO-ON. Fyrir hrun segir Jón að fyrirtækið hafi verið langt á veg komið með markaðssetningu í Bandaríkjunum og þau mál séu einnig komin á fullt skrið á ný. Núna séu helstu erlendu markaðirnir hins vegar í Noregi og í Þýskalandi. „Síðastliðin tvö ár höfum við lagt áherslu á markaðinn hér heima," segir hann, en kvíðir ekki samkeppninni utan landsteinanna. „Þetta gengur út á að skera sig úr og vera ekki eins og allir aðrir," segir hann og áréttar um leið að standa þurfi rétt að málunum eigi vöxtur utan landsteinanna að geta gengið eftir. „Það eru 15 ár síðan við byrjuðum á þessu," segir hann og telur að fyrst þurfi fyrirtæki að ná að verða „spámenn í eigin heimalandi" áður en ráðist verði í útrásina. „En það er ekki spurning að í þessu er fullt af tækifærum." Ullarframleiðslan vatt upp á sigIcewear hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um framleiðslu sína eða fjölda starfsmanna. Því liggja ekki fyrir upplýsingar um hvar í heiminum fatnaður fyrirtækisins er framleiddur. Leiða má þó að því líkur að það sé í Eystrasaltsríkjunum, þar sem dótturfyrirtæki Icewear sem annast dreifingu á fatnaði á sölustaði í Evrópu hefur aðsetur í Litháen. Þá hefur fyrirtækið áður látið framleiða fyrir sig í Lettlandi, eins og fram kom í Bændablaðinu um miðjan september 2003 þegar Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, kvartaði undan innflutningi á ullarteppum frá Lettlandi sem seld voru undir merkjum Icewear. Vildi hann meina að um ódýrar eftirlíkingar á teppum úr íslenskri gæðaull væri að ræða. Allnokkrar upplýsingar um starfsemi Icewear er þó að finna á vef fyrirtækisins, í ársreikningi og fyrri skrifum um fyrirtækið. Á vef Icewear kemur fram að fyrirtækið, sem stofnað var árið 1972, hafi í upphafi sérhæft sig í að framleiða jakka og peysur úr íslenskri ull, en tekið töluverðum breytingum í gegnum árin. „Í dag framleiðum við útivistarfatalínu sem spannar allt frá ullarpeysum til hátæknilegra dúnúlpna," segir þar og tekið er fram að með tilkomu vefverslunar séu vörur seldar um heim allan. Í viðtali við Fréttablaðið í október í fyrra sagði Ágúst Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, að utan Íslands fáist vörur fyrirtækisins í um 150 verslunum, en þær séu seldar til Austurríkis, Þýskalands og Noregs, auk Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Íslenskur útivistarfatnaður er ekki bara áberandi hér heima heldur hafa hin ýmsu merki haslað sér völl víða um heim. Allir eiga það sameiginlegt sem framleiða íslenskan útivistarfatnað að horfa til tækifæra sem gefast í sölu utan landsteinanna. Fimm íslensk fyrirtæki framleiða útivistarfatnað undir eigin merkjum, en eru afskaplega misstór. Stærst er Sjóklæðagerðin 66°Norður, en þar á eftir koma í stærðarröð Nikita, Cintamani, ZO-ON og Icewear. Þrjú stærstu fyrirtækin er að finna á listanum yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins sem Frjáls verslun birti nýverið. Þar er 66°Norður í 119. sæti með ársveltu upp á 2,9 milljarða króna í fyrra, Nikita í 166. sæti með 1,7 milljarða króna veltu og Cintamani í 233. sæti með áætlaða veltu upp á 900 milljónir króna. Öll eiga fyrirtækin það sammerkt að megnið af allri framleiðslu þeirra fer fram utan landsteinanna. 66°Norður skera sig þó úr í því að starfrækja saumastofu hér heima, en að sögn Halldórs Gunnars Eyjólfssonar, forstjóra fyrirtækisins, sinnir hún aðallega sérpöntunum, breytingum og lagfæringum. Þá er fyrirtækið eitt um að starfrækja sínar eigin saumastofur í útlöndum, meðan aðrir íslenskir framleiðendur fatnaðar „útvista" þeirri starfsemi með því að kaupa þjónustu erlendra saumastofa. Nikita sker sig úr66°Norður reka tvær verksmiðjur í Lettlandi þar sem starfa 180 til 200 manns. Meðal annars af þessum sökum er fyrirtækið með mun fleira starfsfólk á sínum snærum en keppinautarnir, bæði hér heima og erlendis. „Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað í Kína í gegnum verktaka," segir Halldór. Núna starfa í allt rúmlega 300 manns hjá 66°Norður og fást vörur fyrirtækisins í yfir 500 verslunum í 19 löndum. Ef til vill þarf ekki að furða sig á forskotinu því fyrirtækið er eitt elsta framleiðslufyrirtæki landsins, hóf árið 1926 framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk. Þá er fyrirtækið með langumfangsmesta sölunetið. Tveir starfsmenn eru í Bandaríkjunum á skrifstofu 66°Norður, en að auki eru umboðsmenn og dreifingaraðilar bæði þar og í Kanada. „Auk þess seljum við beint til Hong Kong og Ástralíu," segir Halldór. Utan eitt eiga fyrirtækin fimm það sammerkt að mest sala er hér á heimamarkaði, en í þessum efnum sker Nikita sig nokkuð úr. Halldór Gunnar segir helstu markaði hjá sér Norðurlöndin og Þýskaland, auk Bandaríkjanna. „Fyrirtækið hefur síðustu fimm ár vaxið um 20 til 30 prósent á hverju ári. Veltan var um einn milljarður árið 2004 en er um þrír milljarðar 2010," segir hann. Rúnar Ómarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Nikita, segir 95 prósent af sölu fyrirtækisins eiga sér stað erlendis. Telja verður vöxt fyrirtækisins ævintýri líkastan, orðið næststærst á sínu sviði í landinu á rúmum áratug, en Nikita var stofnað í Reykjavík árið 2000 og starfrækir verslun við Laugaveg. Hér á landi er fyrirtækið með 16 starfsmenn, en að auki starfa 16 í Þýskalandi og tveir í Frakklandi. Rúnar segir framleiðsluna svo fara fram í Kína, Taívan, Víetnam, Túnis og Argentínu. „En þar sem við úthýsum framleiðslunni er ekkert starfsfólk hjá Nikita í framleiðslu," segir hann. Föt fyrirtækisins eru hins vegar til sölu í um 1.500 verslunum í yfir 30 löndum. „Jafnframt seljum við beint í gegnum netverslun okkar til landa utan almenna dreifingarnetsins," segir hann og bendir um leið á að eingöngu hluti af sölu Nikita sé í „útivistarfatnaði" en annað sé í „lífsstílsfatnaði" sem ýmist sé seldur í útivistar- eða götutískuverslunum. 70 prósent af sölu Nikita segir Rúnar að fari fram á meginlandi Evrópu. „En Skandinavía, Kanada, Bandaríkin, Japan, Nýja-Sjáland og Ástralía skipta með sér 30 prósentum," segir hann og kveður fyrirtækið hyggja á mikla sókn á erlendum mörkuðum á næstu árum, með frekari áherslu á eigin verslanir og yfirtöku á dreifingu til verslana á lykilmörkuðum. Víða er hugað að útrásÍ kjölfar hlutafjáraukningar sem gerð var hjá Cintamani í byrjun síðasta mánaðar er ráðgerð metnaðarfull útrás á Þýskalandsmarkað. Þá keypti Kristinn Már Gunnarsson kaupsýslumaður þriðjungshlut í Sportís ehf., framleiðanda Cintamani. Hann sagði þá stefnt að því að opna til að byrja með níu Cintamani-verslunareiningar í verslunarmiðstöðvum víðs vegar um Þýskaland. Samhliða því yrði ráðist í markaðssetningu, með áherslu á íslenskan uppruna fatnaðarins. Skúli Björnsson, einn eigenda Cintamani, segir markaðsátak í Þýskalandi þegar hafið og kveður fatnað fyrirtækisins brátt fá kynningu í einum stærsta sportmagasín þætti þýsks sjónvarps. Þá verði innan skamms í Þýskalandi tveir sölumenn ráðnir til að sinna markaðnum þar. Framleiðsla Cintamani fer fram í Litháen og í Kína, en fyrirtækið kaupir þjónustu af þarlendum fyrirtækjum. Skúli áréttar hins vegar að efniviðurinn í framleiðsluna komi ekki þaðan, í Litháen sé framleitt úr ítölsku efni og í Kína úr japönsku, þar sem kínverskur efniviður standist ekki gæðakröfur fyrirtækisins. Er með þessu ekki öll sagan sögð af útrás íslensks útivistarfatnaðar. Jón Erlendsson, eigandi og forstjóri ZO-ON, segir líklegt að nokkuð stórra tíðinda verði að vænta af sínu fyrirtæki innan tíðar. „Við höfum alltaf verið að horfa til annarra landa og höfum undirbúið hlutina nokkuð vel á undanförnum árum. En þegar hrunið gekk yfir voru margir hlutir settir á ís, en eru nú aftur komnir á skrið," segir hann. Jón var í gær á förum til Indlands til að fylgja eftir framleiðslu þar. „Við framleiðum mest í Kína og á Indlandi, en einnig í Portúgal og lítilsháttar í Pakistan," segir hann, en líkt og hjá flestum er þar um keypta þjónustu að ræða. Alls starfa því ekki nema 14 hjá ZO-ON, en þar eru meðtaldir tveir finnskir hönnuðir, sem eru með aðsetur þar í landi. Jón segir þó samstarfið við fólkið hér heima náið og gott, nútímasamskiptatækni hjálpi þar til, auk þess sem hönnuðirnir komi reglulega í heimsókn. „Við höfum síðastliðin þrjú ár eytt óhemju tíma í nýja hönnun," segir Jón og boðar nýjar vörulínur og töluverðar breytingar á fatnaði ZO-ON. „Við erum núna að klára alla hönnun fyrir vorið 2012," segir hann. Jón slær þann varnagla að enn sé ekkert fast í hendi með tíðindi af aukinni útrás fyrirtækisins, en segir ZO-ON komið vel á skrið með stóra samninga um sölu í Japan. „Þetta skýrist innan mjög skamms tíma, en það er náttúrulega ekki enn búið að skrifa undir. Það er ekkert endanlegt fyrr en það er gert." Hann segir þó skammt í land og að samningarnir séu nokkuð umfangsmiklir þar sem um svokallað „licence" sé að ræða. Gangi þeir eftir fær því japanska fyrirtækið leyfi til að framleiða fatnað í Japan undir merkjum ZO-ON. Fyrir hrun segir Jón að fyrirtækið hafi verið langt á veg komið með markaðssetningu í Bandaríkjunum og þau mál séu einnig komin á fullt skrið á ný. Núna séu helstu erlendu markaðirnir hins vegar í Noregi og í Þýskalandi. „Síðastliðin tvö ár höfum við lagt áherslu á markaðinn hér heima," segir hann, en kvíðir ekki samkeppninni utan landsteinanna. „Þetta gengur út á að skera sig úr og vera ekki eins og allir aðrir," segir hann og áréttar um leið að standa þurfi rétt að málunum eigi vöxtur utan landsteinanna að geta gengið eftir. „Það eru 15 ár síðan við byrjuðum á þessu," segir hann og telur að fyrst þurfi fyrirtæki að ná að verða „spámenn í eigin heimalandi" áður en ráðist verði í útrásina. „En það er ekki spurning að í þessu er fullt af tækifærum." Ullarframleiðslan vatt upp á sigIcewear hefur ekki svarað fyrirspurnum blaðsins um framleiðslu sína eða fjölda starfsmanna. Því liggja ekki fyrir upplýsingar um hvar í heiminum fatnaður fyrirtækisins er framleiddur. Leiða má þó að því líkur að það sé í Eystrasaltsríkjunum, þar sem dótturfyrirtæki Icewear sem annast dreifingu á fatnaði á sölustaði í Evrópu hefur aðsetur í Litháen. Þá hefur fyrirtækið áður látið framleiða fyrir sig í Lettlandi, eins og fram kom í Bændablaðinu um miðjan september 2003 þegar Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, kvartaði undan innflutningi á ullarteppum frá Lettlandi sem seld voru undir merkjum Icewear. Vildi hann meina að um ódýrar eftirlíkingar á teppum úr íslenskri gæðaull væri að ræða. Allnokkrar upplýsingar um starfsemi Icewear er þó að finna á vef fyrirtækisins, í ársreikningi og fyrri skrifum um fyrirtækið. Á vef Icewear kemur fram að fyrirtækið, sem stofnað var árið 1972, hafi í upphafi sérhæft sig í að framleiða jakka og peysur úr íslenskri ull, en tekið töluverðum breytingum í gegnum árin. „Í dag framleiðum við útivistarfatalínu sem spannar allt frá ullarpeysum til hátæknilegra dúnúlpna," segir þar og tekið er fram að með tilkomu vefverslunar séu vörur seldar um heim allan. Í viðtali við Fréttablaðið í október í fyrra sagði Ágúst Eiríksson, framkvæmdastjóri Icewear, að utan Íslands fáist vörur fyrirtækisins í um 150 verslunum, en þær séu seldar til Austurríkis, Þýskalands og Noregs, auk Kanada og norðurhluta Bandaríkjanna.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira