Innlent

Ýsan orðin mun dýrari en þorskurinn

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/stefán
Ýsuverð hefur farið jafnt og þétt hækkandi og er orðið mun hærra á fiskmörkuðum en verð á þorski, sem lengst af hefur verið dýrari. Þá er engin ýsukvóti til leigu eða sölu, sem farið er að valda útgerðum vandræðum.

Meðal verð á slægðum þorski í síðasta mánuði 360 krónur fyrir kílóið á fiskmörkuðuknum, en aðeins 265 krónur voru greisddar fyrir kílóið af slægðum þrorski. Ýsan var semsagt heilum 95 krónum dýrari en þorskurinn. Skýringarnar eru margvíslegar, að sögn Ragnars Kristjánssonar framkæmdastjóra Fiskmarkaðar Suðurnesja, sem er með útibú víða um land.

Mikið og vaxandi  framboð er nú á þorski bæði hér heima og úr Barentshafinu. Það er hinsvegar orðinn skortur á ýsu, þar sem búið er að skerða ýsukvótann stórlega tvö fiskveiðiár í röð.  Vegna þessa eru útflytjendur tilbúnir að greiða hátt verð fyrir ýsuna til að geta staðið við gerða samninga við erlenda kaupendur.

Takmarkaður ýsukvóti er nú nú farinn að valda útgerðum vandræðum, þar sem þær eiga ekki ýsukvóta vegna þeirrar ýsu, sem óhjákvæmilega slæðist með, þegar verið er á þorskveiðum, og engin ýsukvóti liggur á lausu, hvorki til leigu né sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×