Úlfur, úlfur Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 23. ágúst 2012 06:00 Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi. Mál, þar sem deilt er um hagsmuni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur foreldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjölmiðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagnarskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreyndavillur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í málinu, hvort sem sá aðili er hitt foreldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöllun um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli foreldra. Hafa móðirin og aðstandendur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal annars vegið harkalega að barnaverndaryfirvöldum, bæði Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndarlaga um þagnarskyldu getur Barnaverndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leiðrétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skortir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeiluna til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeilunni þar. Var það gert fyrir dómstólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjónaði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Danmerkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niðurstöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta valdið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim tilgangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börnin, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólögmætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöður í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndarstofa á það áherslu að það er ekkert í máli þessu sem bendir til annars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjölmiðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sannleikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldnast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fallin að skaða börnin sem ætlunin er að vernda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Barnaverndarstofa er eitt þeirra stjórnvalda sem falið hefur verið að gæta hagsmuna barna í íslensku samfélagi. Störf stofunnar eru ekki, frekar en annarra opinberra stofnana, yfir gagnrýni hafin. Eðlilegt er að almenningur hafi aðhald með störfum opinberrar stofnunar með málefnalegri umræðu og gagnrýni og er hlutverk fjölmiðla mikilvægt í þessu sambandi. Mál, þar sem deilt er um hagsmuni barna, eru í eðli sínu alltaf viðkvæm. Þó að þau séu ólík að grunni til og varði sum deilur foreldra við barnaverndaryfirvöld og önnur deilur á milli foreldra eiga þau það sameiginlegt að fleiri en ein hlið er á hverju máli. Foreldrum er frjálst að kynna sína hlið í fjölmiðlum en þegar stjórnvöld koma að málinu eru þau bundin þagnarskyldu og geta því ekki komið sínum sjónarmiðum á framfæri eða leiðrétt rangfærslur og staðreyndavillur sem foreldri, eða aðilar sem tengjast því, hefur sett fram. Verða þeir, sem fylgjast með umræðu um slík mál, að vera meðvitaðir um að ef til vill eru ekki allar staðreyndir málsins uppi á borðum og oftar en ekki hallar í umfjölluninni á þann aðila sem ekki hefur tjáð sig í málinu, hvort sem sá aðili er hitt foreldrið eða opinber stofnun. Ástæða þess að vakin er athygli á þessum ágalla á opinberri umfjöllun um einstaka mál sem varða börn er umræða sem skapast hefur um störf þeirrar stofnunar sem ég starfa hjá, Barnaverndarstofu, í umræðu um forsjárdeilu milli foreldra. Hafa móðirin og aðstandendur hennar í því máli kosið að gera grein fyrir sinni hlið málsins á opinberum vettvangi og meðal annars vegið harkalega að barnaverndaryfirvöldum, bæði Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum sem komið hafa að málinu. Vegna ákvæða barnaverndarlaga um þagnarskyldu getur Barnaverndarstofa ekki í slíkri umræðu borið hönd fyrir höfuð sér og leiðrétt þær fjölmörgu rangfærslur sem settar hafa verið fram í máli þessu. Telur stofan samt sem áður nauðsynlegt að vekja athygli almennings á því að verulega skortir á að þær upplýsingar sem birst hafa í málinu séu í samræmi við staðreyndir þess. Í málum, þar sem foreldrar deila um forsjá barna sinna og foreldrar búa hver í sínu landinu, þá gilda ákveðnar reglur um það í hvaða landi leiða á forsjárdeiluna til lykta. Eins og rakið hefur verið opinberlega var fjölskylda sú, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, búsett í Danmörku þegar foreldrar slitu samvistum og varð því að leysa úr forsjárdeilunni þar. Var það gert fyrir dómstólum þar sem dómstólar, bæði í undirrétti og yfirrétti, komust að þeirri niðurstöðu að það þjónaði best hagsmunum barnanna að búa hjá föður sínum. Löggjöf Danmerkur er í grundvallaratriðum svipuð þeirri íslensku að því leyti að í málum sem þessum er ávallt rætt við börnin, hafi þau aldur til þess, áður en komist er að niðurstöðu. Má ekki gleyma því að báðir aðilar í dómsmáli hafa tækifæri til þess að kynna sín sjónarmið áður en dómstólar taka ákvörðun. Undir rekstri forsjármálsins og eftir að því lauk braut móðir barnanna ítrekað gegn lögum og fór í óleyfi með þau til Íslands. Hafa ólögmæt brottnám ávallt djúpstæð áhrif á börn og geta valdið þeim varanlegum skaða. Að auki eru slíkar aðgerðir aldrei til þess fallnar að bæta réttarstöðu þess foreldris sem tekur slíka ákvörðun. Eðlilegt er að foreldri, sem brotið er gegn með slíkum aðgerðum, leiti til dómstóla hér á landi í þeim tilgangi að fá börn sín afhent. Við rekstur slíkra mála er líka rætt við börn og lagt mat á það hvort þeim kunni að vera hætta búin verði þau send til baka. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur Íslands framkvæmdu slíkt mat í umræddu máli og voru sammála um að ekkert benti til annars, eftir að hafa rætt við börnin, en að þau væru örugg hjá föður sínum. Aðfarargerðir, sem beinast að börnum, eru íþyngjandi og til þess fallnar að valda börnum skaða. Er það skoðun Barnaverndarstofu að slíkar aðgerðir ættu ekki að fara fram og leysa eigi mál með öðrum hætti. Það má þó aldrei gleyma því að það er það foreldri, sem ekki lætur af hinu ólöglega ástandi, sem ber ábyrgð á því að aðfarargerð þarf að fara fram. Foreldri, sem heldur börnum hjá sér með ólögmætum hætti, getur alltaf komið í veg fyrir að börnin sín þurfi að verða fyrir sálrænum skaða með því að fylgja niðurstöðum dómstóla og afhenda börnin. Ísland er réttarríki. Í því felst að bæði einstaklingar og opinberir aðilar verða að virða bæði lög og niðurstöður dómstóla í einstaka málum og treysta því að niðurstöður í dómsmálum séu réttar með hliðsjón af öllum staðreyndum málsins, ekki eingöngu hlið annars aðilans. Leggur Barnaverndarstofa á það áherslu að það er ekkert í máli þessu sem bendir til annars en að niðurstöður dómstóla hér á landi og í Danmörku hafi verið teknar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Það má ekki gleyma að mál sem þessi snúast um líf og hagsmuni barna. Barnaverndarstofa þolir vel óvægna gagnrýni en öðru máli kann að gegna um ungar sálir sem þurfa að þola það að ítrekað sé fjallað um þeirra innstu mál í fjölmiðlum og oftar en ekki stangast umfjöllunin verulega á við sannleikann. Verða þeir, sem ákveða að taka þátt í umræðu um mál barna, að huga að því að þeir hafa sjaldnast forsendur til þess að geta lagt dóm á einstök mál og að opinber umfjöllun getur verið til þess fallin að skaða börnin sem ætlunin er að vernda.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar