Fiat eignast Chrysler Finnur Thorlacius skrifar 2. janúar 2014 10:41 Bílamerkin Fiat og Chrysler hafa nú runnið saman. Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent
Eins og stefnt hefur í lengi hefur Fiat nú eignast öll hlutabréfin í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Fiat keypti þau bréf sem ekki voru þegar í eigu þess, eða 41,46% hlut á 505 milljarða króna og hefur nú eignast Chrysler að fullu er nýtt ár gengur í garð. Bréfin keypti Fiat af United Auto Workers eftirlaunasjóðnum. Kaupin komu nokkuð á óvart því samningaviðræður um verð bréfanna virtust hafa siglt í strand en svo fór þó ekki að lokum. Sergio Marchionne hefur verið forstjóri bæði Fiat og Chrysler frá árinu 2009 og verður svo áfram. Marchionne telur að sameinað fyrirtæki Fiat og Chrysler sé nú færara að keppa við bílarisa eins og Volkswagen og General Motors. Rekstur Chrysler hefur gengið prýðilega á síðustu árum og skilað vænum hagnaði á meðan taprekstur hefur verið á Fiat.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent