Hefur unga fólkið ógeð á pólitík? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. ágúst 2014 07:00 Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg birti í vikunni afar athyglisverða úttekt á kosningaþátttöku í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þar er kjörsóknin skoðuð eftir aldri og kyni, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem teknar eru saman áreiðanlegar tölur um kjörsókn eftir aldri á Íslandi. Niðurstöðurnar eru sláandi. Kjörsókn var víðast hvar óvenjulítil í síðustu sveitarstjórnarkosningum og borgarstjórnarkosningarnar voru þar ekki undantekning. Kjörsóknin var sú minnsta frá árinu 1928, aðeins tæp 63 prósent. Það sem vekur þó enn meiri athygli er lítil kjörsókn ungs fólks. Innan við helmingur fólks á aldrinum 18-29 ára nýtti kosningarétt sinn. Upp undir 80 prósent í aldurshópnum 60-79 ára mættu hins vegar á kjörstað. Vegna þess að haldgóðan samanburð vantar er út af fyrir sig ekki hægt að fullyrða að dræm kjörsókn ungs fólks sé stærsta skýringin á afleitri kosningaþátttöku. En það er líklegt og svo mikið er víst að þessar tölur eru mikið áhyggjuefni út frá þróun lýðræðis í landinu. Nú er vitað að eldra fólk mætir alla jafna betur á kjörstað en þeir yngri, en þessi munur er svo mikill að hann hlýtur að kveikja vangaveltur um hvort hér hafi nú vaxið úr grasi kynslóðir sem að stórum hluta sjái ekki tilganginn í því að nýta rétt sinn til að kjósa sér fulltrúa í lýðræðislegum stofnunum samfélagsins. Og þá hljótum við að spyrja um ástæðuna. Um hana er erfitt að fullyrða. Hugsanlega er kynslóðin, sem var að mótast í hruninu, einfaldlega fráhverf pólitík. Stjórnmálastéttin fékk stóran skell í hruninu og kannanir hafa síðan sýnt að traust fólks til stofnana samfélagsins hefur ekki jafnað sig. Stjórnmálamennirnir hafa líka að mörgu leyti ekki staðið við þau fyrirheit sem voru gefin eftir hrun að bæta stjórnmálin. Vinnubrögð og umræðuhættir í pólitík virðast ekkert hafa breytzt. Kannski er eitthvað til í því að ungt fólk sé ekki áhugalaust um pólitík sem slíka; það hafi áhuga á mikilvægu málefnum, en hafi ógeð á vinnubrögðum og ásýnd hins pólitíska kerfis. Svo mikið er víst að í borgarstjórnarkosningunum voru ýmis mál sem snertu hagsmuni og áhugamál ungs fólks til umræðu. Húsnæðismálin voru mjög í deiglunni, sömuleiðis dagvistar- og skólamál, sem varða að minnsta kosti eldri hluta kjósendahópsins undir þrítugu miklu. En stjórnmálaflokkarnir hafa hugsanlega ekki náð tökum á þeim nýju aðferðum sem þarf að beita til að ná til yngstu kjósendanna, sem hrærast í meiri mæli í stafrænum heimi en þeir eldri. Ný framboð sem hafa komið fram eftir hrun, sum hver í beinni andstöðu við hefðbundna pólitík, til dæmis Bezti flokkurinn og Píratar, virðast þrátt fyrir það ekki hafa megnað að draga meirihluta yngstu kjósendanna á kjörstað. Þessi staða hlýtur að vera mikið áhyggjuefni fyrir starfandi stjórnmálaflokka og þeir verða að leggjast rækilega yfir það hvernig þeir ná til yngra fólks. En hún gæti líka verið stórkostlegt tækifæri fyrir ný stjórnmálaöfl sem kunna að hlusta á og tala við ungt fólk.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun