Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2017 06:00 Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Að mati sérfræðinga er ólíklegt að afnám hafta muni hafa mikil áhrif á gengi krónunnar eða næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Bankinn tilkynnir ákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í dag mun Seðlabanki Íslands setja nýjar reglur sem slaka á gjaldeyrishöftum. Almennt öðlast lög og reglur gildi degi eftir birtingu. Reglurnar aflétta öllum gjaldeyrishöftum sem hægt er að létta án lagabreytinga. Tilkynnt var um aðgerðirnar á blaðamannafundi seðlabankastjóra og forsætis- og fjármálaráðherra í gær. Undanfarnar vikur hefur krónan verið í miklum styrkingarham þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi keypt gjaldeyri fyrir að meðaltali þrjá milljarða á dag. Forðinn er nú rúmlega 800 milljarðar króna og er að stærstum hluta óskuldsettur forði.„Ég hef aldrei viljað spá fyrir um gengi krónunnar,“ segir Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík. „Ég sé ekki neina ástæðu til að það verði miklar sviptingar í gengi krónunnar á næstunni. Seðlabankinn hefur það nokkuð í hendi sér að vinna á móti sviptingum.“ Friðrik telur ólíklegt að afnám hafta muni hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar. „Það er ekki gott að segja til um hvort þetta auki eða minnki líkur á lægri stýrivöxtum. Ég geri ráð fyrir að nefndin taki sína ákvörðun á þriðjudag og þá er í raun of stuttur tími liðinn til að taka þetta með í reikninginn. Það er frekar að þetta hafi áhrif í næstu ákvörðun nefndarinnar,“ segir Friðrik Már. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, tekur í sama streng. „Við gáfum út okkar spá fyrir helgi. Það stendur að óbreyttir vextir séu líklegastir.“ Að mati Daníels eru gleðitíðindi að höftin hverfi frá og með morgundeginum enda hafi þess lengi verið beðið. Stærsta skrefið hafi verið stigið um síðustu áramót. „Ég vildi óska að ég gæti sagt til um hvaða áhrif þetta hefur á gengið,“ segir Daníel. „Lífeyrissjóðirnir hafa ekki nýtt sér heimildirnar að fullu sem þeir hafa og ekki útlit fyrir að þeir muni rjúka út við þessi tíðindi. Ef það verða einhverjar sveiflur þá verða þær sennilega minniháttar.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20 Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 „Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16 Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kaupa 90 milljarða aflandskróna Tilkynnt hefur verið um samkomulag á milli Seðlabankans og eigenda aflandskróna í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. 12. mars 2017 14:20
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
„Kjöraðstæður til þess að afnema höftin“ Gjaldeyrishöftum verður aflétt á þriðjudaginn næstkomandi. 12. mars 2017 20:16