Viðskipti innlent

Baugur hyggst selja eignir í Bretlandi

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Baugur íhugar að selja hluta af eignum sínum í Bretlandi til að losa um fé sem bundið er í fjárfestingum þeirra þar í landi. Þetta kemur fram í frétt Daily Telegraph í dag. Félagið hefur undanfarin fjögur ár verið stórtækt í innkaupum á breskum verslanakeðjum en hingað til ekki selt neina þeirra.

Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi sagði í samtali við blaðið að hópurinn gæti hafið sölu á eignum í Bretlandi í sumar. ,, Kannski verðum við á komandi mánuðum í aðstöðu til að gera eitthvað. Við endurskoðum sífellt eignasamsetningu Baugs Group og leitumst við að auka virði okkar eins og hægt er" sagði Gunnar.

Eins og er á Baugur í viðræðum um yfirtöku á Mosaic Fashions, sem það er nú stærsti hluthafinn í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×