Atvinnutruflarar 27. apríl 2009 05:00 Ari Arnórsson skrifar um atvinnumál Ég var um daginn að sinna hópi fólks í skemmti/mútuferð á kostnað bresks fyrirtækis. Þau eru 3.000 – þrjú þúsund – saman í húsi, sitja við síma og selja fyrirtækjum gas. Að auki aka hundruð um í bílum til að heimsækja fyrirtæki og selja þeim gas. Og svo eru allir hinir sem selja almenningi gas. Og gleymum ekki að það eru sex önnur fyrirtæki líka að selja öllum gas. Og svo er gríðarleg vinna að selja rafmagn, aftur og aftur. Það er önnur deild. Enn fleiri sitja og stýra öllu þessu fólki. Þetta eru ansi mörg þúsund manns. Starfi alls þessa fólks er aðeins einn. Að trufla vinnandi fólk. Því sama hvað seljandinn heitir: Gasið er það sama, kemur frá sama stað um sama rör og kostar sama. Rafmagnið líka. Þar sem allir eru með sama verð ræður þjónustan, segja þau. Hvaða þjónusta? Jú, að trufla vinnandi fólk betur en keppinautarnir, gefa enn fleiri penna, flísteppi og bæklinga og bljúgyrði en hinir. Því rörin eða gasið í þeim kemur þjónustu fyrirtækisins ekki við. Það er annað fyrirtæki í því. Skilvirkni hagkerfisins ykist við það að þetta fólk hætti störfum. Gerði ekki neitt. Á kaupi. Fólkið sem er að búa eitthvað til úr gasinu í alvörufyrirtækjunum hætti þá að tapa vinnutíma í atvinnutruflarana. Enn ykist framleiðni þjóðfélagsins ef allt þetta fólk beindi kröftum sínum til að aðstoða frekar en að trufla. Segjum með því að grafa skurði, eða stunda vísindastörf. Þessi vúdútrú er viðurkennd víðar en á Haítí. Meira að segja hér í smáþorpinu okkar Íslandi á að framleiða vinnu með nauðungarmilliliðun. Dæmi: Umferðarstofa skal halda bifreiðaskrá en er bannað að veita upplýsingar úr henni nema til fyrirtækja sem selja upplýsingarnar. Annað dæmi: „Samkeppni“ í sölu á rafmagni. Sama rafmagninu úr sömu leiðslunni. Þetta er annaðhvort trúarkredda eða til atvinnusköpunar. Sé hið seinna rétt væri hagkvæmara að borga einkarafmagnssölufólkinu fyrir að gera ekkert en stunda þau skemmdarverk á hagkerfinu sem það vinnur í góðri trú. Einmitt, trú. Þér trúaðir: Prófið nú að skipta yfir í jólasveininn, eða Jesú, í staðinn fyrir vúdúið. Það veldur minna tjóni um mánaðamótin heima hjá mér og öðrum almenningi. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Ari Arnórsson skrifar um atvinnumál Ég var um daginn að sinna hópi fólks í skemmti/mútuferð á kostnað bresks fyrirtækis. Þau eru 3.000 – þrjú þúsund – saman í húsi, sitja við síma og selja fyrirtækjum gas. Að auki aka hundruð um í bílum til að heimsækja fyrirtæki og selja þeim gas. Og svo eru allir hinir sem selja almenningi gas. Og gleymum ekki að það eru sex önnur fyrirtæki líka að selja öllum gas. Og svo er gríðarleg vinna að selja rafmagn, aftur og aftur. Það er önnur deild. Enn fleiri sitja og stýra öllu þessu fólki. Þetta eru ansi mörg þúsund manns. Starfi alls þessa fólks er aðeins einn. Að trufla vinnandi fólk. Því sama hvað seljandinn heitir: Gasið er það sama, kemur frá sama stað um sama rör og kostar sama. Rafmagnið líka. Þar sem allir eru með sama verð ræður þjónustan, segja þau. Hvaða þjónusta? Jú, að trufla vinnandi fólk betur en keppinautarnir, gefa enn fleiri penna, flísteppi og bæklinga og bljúgyrði en hinir. Því rörin eða gasið í þeim kemur þjónustu fyrirtækisins ekki við. Það er annað fyrirtæki í því. Skilvirkni hagkerfisins ykist við það að þetta fólk hætti störfum. Gerði ekki neitt. Á kaupi. Fólkið sem er að búa eitthvað til úr gasinu í alvörufyrirtækjunum hætti þá að tapa vinnutíma í atvinnutruflarana. Enn ykist framleiðni þjóðfélagsins ef allt þetta fólk beindi kröftum sínum til að aðstoða frekar en að trufla. Segjum með því að grafa skurði, eða stunda vísindastörf. Þessi vúdútrú er viðurkennd víðar en á Haítí. Meira að segja hér í smáþorpinu okkar Íslandi á að framleiða vinnu með nauðungarmilliliðun. Dæmi: Umferðarstofa skal halda bifreiðaskrá en er bannað að veita upplýsingar úr henni nema til fyrirtækja sem selja upplýsingarnar. Annað dæmi: „Samkeppni“ í sölu á rafmagni. Sama rafmagninu úr sömu leiðslunni. Þetta er annaðhvort trúarkredda eða til atvinnusköpunar. Sé hið seinna rétt væri hagkvæmara að borga einkarafmagnssölufólkinu fyrir að gera ekkert en stunda þau skemmdarverk á hagkerfinu sem það vinnur í góðri trú. Einmitt, trú. Þér trúaðir: Prófið nú að skipta yfir í jólasveininn, eða Jesú, í staðinn fyrir vúdúið. Það veldur minna tjóni um mánaðamótin heima hjá mér og öðrum almenningi. Höfundur er leiðsögumaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar