Erlent

Markaðsfræðiprófessor skaut þrennt til bana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla í Georgia í Bandaríkjunum leitar nú að tæplega sextugum prófessor í markaðsfræði við ríkisháskólann þar, George Zinkhan, en hann er grunaður um að hafa skotið eiginkonu sína til bana á laugardaginn auk tveggja annarra. Skotárásin átti sér stað á samkomu hjá áhugaleikhópi í Athens og er prófessorinn nú eftirlýstur um öll Bandaríkin. Vitað er að hann á ættingja í Texas og íbúð í Amsterdam en annars bendir fátt til þess hvar hann muni niðurkominn. Viðvörun er á heimasíðu háskólans þar sem varað er við Zinkhan og mynd birt af honum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×