Sigfús: Spurning um hvort liðið langar meira í titilinn 27. apríl 2009 13:34 Sigfús Sigurðsson Mynd/Arnþór "Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn í kvöld er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:45. Vísir spurði Sigfús hvað Valsmenn þyrftu að gera til að landa titlinum. "Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni, gera fáa tæknifeila, nýta færin okkar, spila góðan varnarleik og nýta hraðaupphlaupin okkar. Aðall okkar er auðvitað varnarleikurinn og það er hann sem við treystum áfram á. Það er raunar eins hjá Haukunum og því er þetta bara spurning um það hvort liðið langar meira að vinna titilinn," sagði Sigfús. "Ég held að flestir sem eru að æfa séu í þessu til að komast í úrslitin og svitinn, tárin og blóðið er allt fyrir þetta," sagði línumaðurinn sterki. Sigfús hefur ekki verið heill heilsu undanfarið og gat lítið beitt sér gegn HK í undanúrslitarimmunni. "Skrokkurinn er auvitað orðinn dálítið gamall," sagði Sigfús, sem spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn HK í undanúrslitunum en kom aðeins við sögu í næstu tveimur. "Í rauninni hefði ég ekkert átt að spila og er bara að bíða eftir að komast í aðgerð eftir tímabilið. Þá þarf að skoða hvað þarf að laga. Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun ef ég fæ þá að spila, en það er seinni tíma vandamál," sagði Sigfús. Hann segist alveg eins eiga von á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í oddaleik í úrslitaeinvíginu. "Á miðað við hvernig leikir þessara liða hafa spilast í vetur á ég alveg eins von á því að þetta fari í fimm leiki. Það væri auðvitað þægilegt að vinna 3-0 en ég á nú ekki von á að svo verði." Olís-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
"Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn í kvöld er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:45. Vísir spurði Sigfús hvað Valsmenn þyrftu að gera til að landa titlinum. "Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni, gera fáa tæknifeila, nýta færin okkar, spila góðan varnarleik og nýta hraðaupphlaupin okkar. Aðall okkar er auðvitað varnarleikurinn og það er hann sem við treystum áfram á. Það er raunar eins hjá Haukunum og því er þetta bara spurning um það hvort liðið langar meira að vinna titilinn," sagði Sigfús. "Ég held að flestir sem eru að æfa séu í þessu til að komast í úrslitin og svitinn, tárin og blóðið er allt fyrir þetta," sagði línumaðurinn sterki. Sigfús hefur ekki verið heill heilsu undanfarið og gat lítið beitt sér gegn HK í undanúrslitarimmunni. "Skrokkurinn er auvitað orðinn dálítið gamall," sagði Sigfús, sem spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn HK í undanúrslitunum en kom aðeins við sögu í næstu tveimur. "Í rauninni hefði ég ekkert átt að spila og er bara að bíða eftir að komast í aðgerð eftir tímabilið. Þá þarf að skoða hvað þarf að laga. Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun ef ég fæ þá að spila, en það er seinni tíma vandamál," sagði Sigfús. Hann segist alveg eins eiga von á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í oddaleik í úrslitaeinvíginu. "Á miðað við hvernig leikir þessara liða hafa spilast í vetur á ég alveg eins von á því að þetta fari í fimm leiki. Það væri auðvitað þægilegt að vinna 3-0 en ég á nú ekki von á að svo verði."
Olís-deild karla Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira