Viðskipti innlent

Viðskiptavinir Nýja Kaupþings spara með rafrænum skjölum

Viðskiptavinir Nýja Kaupþings sem eru með netbanka fá nú öll yfirlit hjá bankanum send rafrænt til sín. Þetta sparar hverjum og einum þúsundir króna árlega í sendingar- og pappírskostnað. Öll yfirlit eru geymd í netbankanum í 7 ár.

Í tilkynningu segir að viðskiptavinir bankans geti einnig sparað sér sendingar-og pappírskostnað með því að afpantað pappírsyfirlit fyrir VISA , MasterCard, lífeyrir og greiðsluseðla, sjá nánar á http://www.kaupthing.is/?PageID=5088.

Þar er einnig dæmi um hversu háa fjárhæð er hægt að spara á einu ári með þessu fyrirkomulagi eða hátt í tíu þúsund krónur. Hátt í þúsund manns hafa nú þegar afpantað slík yfirlit og fá því eingöngu rafræn skjöl.

Framtakið er liður í þeirri stefnu Nýja Kaupþings að vera umhverfisvænn banki um leið og þetta er til mikils hagræðis og sparnaðar fyrir viðskiptavini bankans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×