Innlent

Magnús Þór: Vill landsþing hið fyrsta

Fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, Magnús þór Hafsteinsson vill að flokkurinn haldi annað landsþing eftir að þingmenn hans þurrkuðust út af þingi nú um helgina Þetta skrifar Magnús á vefsíðu sína.

„Landsþing skal halda annað hvert ár, en þó er miðstjórn heimilt að boða til Landsþings fyrr séu brýnar ástæður til að hennar mati," skrifar Magnús Þór og telur ærna ástæðu til þess að kalla þingið saman en Vísir sagði frá því á kosninganóttu að Magnús krafðist afsagnar Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Reyndar krafðist Magnús Þór afsagnar allrar stjórnarinnar sem og stjóra aðildafélaga flokksins.

Magnús segir að nýtt fólk þurfi að taka við Frjálsynda flokknum og endurnýja umboð sitt og þar með hafi endurreisn flokksins sem stjórnmálahreyfingu. Því er ljóst að flokkurinn er ekki dauður úr öllum æðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×