Viðskipti innlent

Jeff Bezos og Bill Gates fjárfesta í jarðvarma á Íslandi

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Bill Gates.
Bill Gates. Getty/Alessandro Di Ciommo
Breakthrough Energy Ventures, fjárfestingafélag sem er fjármagnað af Jeff Bezos, stofnanda Amazon, Bill Gates, stofnanda Microsoft, og Jack Ma, stofnanda Alibaba, og fleirum, hefur fjárfest fyrir 12,5 milljónir dollara, jafnvirði 1,5 milljarða króna, í hinu sænska Baseload Capital. Það fjármagnar jarðhitavirkjanir sem nýta tækni frá móðurfélaginu Clim­eon. Þetta kemur fram í erlendum fjölmiðlum.

Baseload Capital fjármagnar meðal annars íslenska fyrirtækið Varmaorku sem vinnur að uppbyggingu lághita jarðvarmavirkjana á Íslandi. Baseload Camp mun leggja Varmaorku til ríflega 30 milljónir evra, jafnvirði ríflega fjögurra milljarða króna, í formi hlutafjár og lána. Varmaorka keypti búnað af Climeon, að því er fram hefur komið í fjölmiðlum.

Tækifærið í huga stjórnenda Breakthrough Energy Ventures er að fyrir tilstuðlan Baseload Capital og Cliemon verði hægt að framleiða rafmagn í stórum stíl með hagkvæmum hætti án þess leysa jafnframt gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið.

Varmaorka stefnir á að framleiða 15 megavött af rafmagni. Vísir upplýsti í byrjun síðasta árs að Hrunamannahreppur og Hitaveita Flúða hafi samið við Varmaorku um samstarf til framleiðslu rafmagns úr lághita. Fyrirtækið Flúðaorka haldi um framleiðsluna og nýti heitavatnsholu í landi Kópsvatns við Flúðir.

Með fjárfestingu í Baseload Capital mun Breakthrough Energy Ventures leggja minni jarðamavirkjunum til fé sem meðal annars verður nýtt í jarðvarmaverkefni í Japan. Pantanabók Baseload Capital nemur 88 milljónum dollara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.