Kröftugar lækkanir fylgi nýrri spá Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 3. október 2019 07:00 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á opnum fundi Seðlabankans í gær. Vísir/vilhelm Ný verðbólguspá sem Seðlabankinn mun birta í næsta mánuði getur rennt stoðum undir kröftugar vaxtalækkanir að mati sérfræðings á fjármálamarkaði. Útlit sé fyrir að verðbólguspáin verði lækkuð sem mun setja pressu á Seðlabankann að lækka vexti enn frekar. „Það var gefið sterklega til kynna í yfirlýsingunni að verðbólguspá Seðlabankans yrði lækkuð í nóvember sem mun renna stoðum undir frekari kröftugar vaxtalækkanir hjá bankanum,“ segir Birgir Haraldsson, sérfræðingur hjá Arctica Finance, í samtali við Fréttablaðið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig og verða meginvextir bankans því 3,25 prósent. Þetta er í fjórða sinn á þessu ári sem nefndin ákveður að lækka vextina en þeir voru 4,5 prósent í byrjun árs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fundi í gærmorgun að verðbólguhorfur væru bjartari en hins vegar lægi ekki fyrir ný verðbólguspá hjá bankanum. „Það bendir allt til þess að hún hjaðni hraðar en síðasta spá gerði ráð fyrir. Það eru ýmsir þættir eins og hærra gengi og almennt séð ber minna á innlendum kostnaðarþrýstingi heldur en við bjuggumst við,“ sagði Ásgeir. Hann ítrekaði að peningastefnan myndi ráðast af því hvernig gögnin þróast. Birgir Haraldsson segir að á fundinum hafi staðið upp úr að seðlabankastjóri hafi gefið til kynna að bankinn myndi lækka verðbólguspá sína í nóvember. „Það er útlit fyrir að hagkerfið muni vaxa undir getu á næstu tveimur árum sem þýðir að verðbólguþrýstingur verður mjög hóflegur. Húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað og innflutningsverð mun hægja hratt á sér inn í nýtt ár. Ef Seðlabankinn fer að sjá fram á að vera kominn í veruleg vandræði með verðbólgumarkmiðið næsta sumar þá þarf hann að bregðast við.“ Birgir bendir á að verðbólguspá Seðlabankans fyrir fjórða ársfjórðung næsta árs sé 2,1 prósent í dag. Lækkun á spánni í nóvember myndi væntanlega þýða að sá ársfjórðungur færi þá undir 2,0 prósent og þannig enn lengra undir verðbólgumarkmið bankans. „Ef við sjáum það gerast þá er Seðlabankinn kominn með ástæðu til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum og það er ekki ólíklegt að verðbólguspárnar muni að endingu færast nær 1,5 prósentum fyrir mitt ár 2020 á komandi mánuðum.“ Í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar lækkaði hlutabréfaverð í Kauphöllinni töluvert. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 1,9 prósent þegar markaðurinn lokaði. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur Íslandsbanka, segir að tónninn í svörum seðlabankastjóra hafi mögulega valdið sumum vonbrigðum. „Seðlabankastjóri tók fram að orð hans á Sjávarútvegsþinginu hefðu verið slitin úr samhengi. Það sem hann átti við var að almennt muni vaxtastig verða lægra í fyrirsjáanlegri framtíð en við höfum átt að venjast,“ segir Jón Bjarki. Vísar hann til orða seðlabankastjóra á Sjávarútvegsdeginum í síðustu viku um að vextir gætu farið á „áður óþekktar slóðir“. „Það ásamt orðum aðstoðarseðlabankastjóra um að það væri ekki vilji í nefndinni til að keyra raunstýrivexti niður fyrir núll nema eitthvað breyttist í núverandi horfum, held ég að hafi valdið ýmsum á markaðinum vonbrigðum. Sumir hafa kannski haldið að það væru gerbreyttir tíma og vaxtastig myndi að verða nánast í takt við löndin í kringum okkur þar sem raunvextir eru neikvæðir. Menn fóru aðeins fram úr sér og við sáum það í hreyfingunum á verðbréfamarkaði.“ Fjármálaeftirlitið tilkynnti í fyrradag að áform um hækkun sveiflujöfnunarauka stæðu óbreytt. Jón Bjarki segir að áformin rími illa við lækkun stýrivaxta. „Á sama tíma og stýrivextir fara lækkandi þá eru önnur skilyrði fjármálakerfisins nokkuð aðhaldssöm. Þessi stífi rammi hamlar því að það sé hægt að miðla lækkun stýrivaxta yfir í almennt betri lánskjör og greiðara aðgengi að lánum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það er vel skiljanlegt að stjórnvöld vilji hafa vaðið fyrir neðan sig en til þess að vaxtastigið komist til skila þarf að smyrja hjól fjármálakerfisins.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Ný verðbólguspá sem Seðlabankinn mun birta í næsta mánuði getur rennt stoðum undir kröftugar vaxtalækkanir að mati sérfræðings á fjármálamarkaði. Útlit sé fyrir að verðbólguspáin verði lækkuð sem mun setja pressu á Seðlabankann að lækka vexti enn frekar. „Það var gefið sterklega til kynna í yfirlýsingunni að verðbólguspá Seðlabankans yrði lækkuð í nóvember sem mun renna stoðum undir frekari kröftugar vaxtalækkanir hjá bankanum,“ segir Birgir Haraldsson, sérfræðingur hjá Arctica Finance, í samtali við Fréttablaðið. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig og verða meginvextir bankans því 3,25 prósent. Þetta er í fjórða sinn á þessu ári sem nefndin ákveður að lækka vextina en þeir voru 4,5 prósent í byrjun árs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á opnum fundi í gærmorgun að verðbólguhorfur væru bjartari en hins vegar lægi ekki fyrir ný verðbólguspá hjá bankanum. „Það bendir allt til þess að hún hjaðni hraðar en síðasta spá gerði ráð fyrir. Það eru ýmsir þættir eins og hærra gengi og almennt séð ber minna á innlendum kostnaðarþrýstingi heldur en við bjuggumst við,“ sagði Ásgeir. Hann ítrekaði að peningastefnan myndi ráðast af því hvernig gögnin þróast. Birgir Haraldsson segir að á fundinum hafi staðið upp úr að seðlabankastjóri hafi gefið til kynna að bankinn myndi lækka verðbólguspá sína í nóvember. „Það er útlit fyrir að hagkerfið muni vaxa undir getu á næstu tveimur árum sem þýðir að verðbólguþrýstingur verður mjög hóflegur. Húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað og innflutningsverð mun hægja hratt á sér inn í nýtt ár. Ef Seðlabankinn fer að sjá fram á að vera kominn í veruleg vandræði með verðbólgumarkmiðið næsta sumar þá þarf hann að bregðast við.“ Birgir bendir á að verðbólguspá Seðlabankans fyrir fjórða ársfjórðung næsta árs sé 2,1 prósent í dag. Lækkun á spánni í nóvember myndi væntanlega þýða að sá ársfjórðungur færi þá undir 2,0 prósent og þannig enn lengra undir verðbólgumarkmið bankans. „Ef við sjáum það gerast þá er Seðlabankinn kominn með ástæðu til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum og það er ekki ólíklegt að verðbólguspárnar muni að endingu færast nær 1,5 prósentum fyrir mitt ár 2020 á komandi mánuðum.“ Í kjölfar vaxtaákvörðunarinnar lækkaði hlutabréfaverð í Kauphöllinni töluvert. Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 1,9 prósent þegar markaðurinn lokaði. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur Íslandsbanka, segir að tónninn í svörum seðlabankastjóra hafi mögulega valdið sumum vonbrigðum. „Seðlabankastjóri tók fram að orð hans á Sjávarútvegsþinginu hefðu verið slitin úr samhengi. Það sem hann átti við var að almennt muni vaxtastig verða lægra í fyrirsjáanlegri framtíð en við höfum átt að venjast,“ segir Jón Bjarki. Vísar hann til orða seðlabankastjóra á Sjávarútvegsdeginum í síðustu viku um að vextir gætu farið á „áður óþekktar slóðir“. „Það ásamt orðum aðstoðarseðlabankastjóra um að það væri ekki vilji í nefndinni til að keyra raunstýrivexti niður fyrir núll nema eitthvað breyttist í núverandi horfum, held ég að hafi valdið ýmsum á markaðinum vonbrigðum. Sumir hafa kannski haldið að það væru gerbreyttir tíma og vaxtastig myndi að verða nánast í takt við löndin í kringum okkur þar sem raunvextir eru neikvæðir. Menn fóru aðeins fram úr sér og við sáum það í hreyfingunum á verðbréfamarkaði.“ Fjármálaeftirlitið tilkynnti í fyrradag að áform um hækkun sveiflujöfnunarauka stæðu óbreytt. Jón Bjarki segir að áformin rími illa við lækkun stýrivaxta. „Á sama tíma og stýrivextir fara lækkandi þá eru önnur skilyrði fjármálakerfisins nokkuð aðhaldssöm. Þessi stífi rammi hamlar því að það sé hægt að miðla lækkun stýrivaxta yfir í almennt betri lánskjör og greiðara aðgengi að lánum fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Það er vel skiljanlegt að stjórnvöld vilji hafa vaðið fyrir neðan sig en til þess að vaxtastigið komist til skila þarf að smyrja hjól fjármálakerfisins.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15 Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00 Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Heimilin í landinu halda að sér höndum eftir kjarasamningana Áfram mun hægja á vexti efnahagsumsvifa og verðbólga jókst milli mánaða í september. 2. október 2019 13:15
Seðlabankastjóri segir stýrivaxtalækkun eiga að skila sér til heimilanna Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. 2. október 2019 19:00
Stýrivextir lækka í 3,25 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,25%. 2. október 2019 08:57
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent