„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Ótal spurningum er ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. gamma Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Rætt var við Hörð um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og snerist umræðan að mestu leyti um Gamma: Novus sem er fasteignasjóður með um 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á sínu snærum. Sagði Hörður að svo virtist sem allt utanumhald um þann sjóð og verkefni hans hafi verið í skötulíki. „Það kemur í ljós á mánudaginn að eigið fé sjóðsins virðist hafa gufað upp; farið frá því að vera tæpir fjórir milljarðar að því er menn héldu um mitt árið í fjörutíu milljónir. Endurskoðaður ársreikningur um áramótin hafði sýnt 4,8 milljarða eiginfjárstöðu. Þannig að menn eru núna að reyna að átta sig á því hvernig getur þetta gerst,“ sagði Hörður en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi benti Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma og nýr sjóðsstjóri Novus, á þrjú atriði í þessu samhengi. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma: Novus hefur verið endurmetið, kostnaðarhækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðr,“ sagði Máni.Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Háir vextir í skuldabréfaútboði endurspegluðu mikla áhættu Hörður rifjaði það upp í morgun að í vor hafði Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu Gamma: Novus, sótt sér 2,7 milljarða í lánsfé á skuldabréfamarkaði. Sagði Hörður að það hefði reynst félaginu dálítið erfitt að sækja sér féð en það endurspeglaðist meðal annars í því að vaxtakjörin í útboðinu, sem áttu upphaflega að vera 11 prósent, enduðu í því að vera 15 prósent. „Í tveggja ára skuldabréfaútboði er það á alla mælikvarða mjög hátt og endurspeglar að þarna er mikil áhætta,“ sagði Hörður og bætti við að þegar farið væri í slíkt útboð þyrfti að kynna fyrir fjárfestum viðamiklar fjárhagsupplýsingar sem væru lagðar á borðið. Var hann þá spurður af þáttastjórnanda hvort að það þyrfti ekki allt að vera rétt. „Jú, maður myndi halda það og stimplað í bak og fyrir. Og ekkert af því stenst virðist vera,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýir stjórnendur hjá sjóðnum myndu væntanlega velta við öllum steinum til að komst til botns í því hvað gerðist og meðal annars skoða hvort einhverjar óeðlilegar greiðslur hefðu runnið úr félaginu á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort einhver hefði gert mistök í málinu svaraði Hörður: „Tvímælalaust. Það virðist augljóst að allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rangt var farið með í upphafi að þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu myndu tapa öllu sínu fé. Það er ekki rétt og hefur verið lagfært. Hið rétta er að sjóðsfélagar í Novus hafa tapað öllu sínu. GAMMA Lífeyrissjóðir Markaðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Rætt var við Hörð um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og snerist umræðan að mestu leyti um Gamma: Novus sem er fasteignasjóður með um 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á sínu snærum. Sagði Hörður að svo virtist sem allt utanumhald um þann sjóð og verkefni hans hafi verið í skötulíki. „Það kemur í ljós á mánudaginn að eigið fé sjóðsins virðist hafa gufað upp; farið frá því að vera tæpir fjórir milljarðar að því er menn héldu um mitt árið í fjörutíu milljónir. Endurskoðaður ársreikningur um áramótin hafði sýnt 4,8 milljarða eiginfjárstöðu. Þannig að menn eru núna að reyna að átta sig á því hvernig getur þetta gerst,“ sagði Hörður en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi benti Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma og nýr sjóðsstjóri Novus, á þrjú atriði í þessu samhengi. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma: Novus hefur verið endurmetið, kostnaðarhækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðr,“ sagði Máni.Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Háir vextir í skuldabréfaútboði endurspegluðu mikla áhættu Hörður rifjaði það upp í morgun að í vor hafði Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu Gamma: Novus, sótt sér 2,7 milljarða í lánsfé á skuldabréfamarkaði. Sagði Hörður að það hefði reynst félaginu dálítið erfitt að sækja sér féð en það endurspeglaðist meðal annars í því að vaxtakjörin í útboðinu, sem áttu upphaflega að vera 11 prósent, enduðu í því að vera 15 prósent. „Í tveggja ára skuldabréfaútboði er það á alla mælikvarða mjög hátt og endurspeglar að þarna er mikil áhætta,“ sagði Hörður og bætti við að þegar farið væri í slíkt útboð þyrfti að kynna fyrir fjárfestum viðamiklar fjárhagsupplýsingar sem væru lagðar á borðið. Var hann þá spurður af þáttastjórnanda hvort að það þyrfti ekki allt að vera rétt. „Jú, maður myndi halda það og stimplað í bak og fyrir. Og ekkert af því stenst virðist vera,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýir stjórnendur hjá sjóðnum myndu væntanlega velta við öllum steinum til að komst til botns í því hvað gerðist og meðal annars skoða hvort einhverjar óeðlilegar greiðslur hefðu runnið úr félaginu á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort einhver hefði gert mistök í málinu svaraði Hörður: „Tvímælalaust. Það virðist augljóst að allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rangt var farið með í upphafi að þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu myndu tapa öllu sínu fé. Það er ekki rétt og hefur verið lagfært. Hið rétta er að sjóðsfélagar í Novus hafa tapað öllu sínu.
GAMMA Lífeyrissjóðir Markaðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sjá meira
Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00
Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent