Viðskipti innlent

Aukið framboð nýs húsnæðis en lítil eftirspurn

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Undanfarin ár hefur verið húsnæðisskortur en framboð er að aukast.
Undanfarin ár hefur verið húsnæðisskortur en framboð er að aukast. vísir/Vilhelm
Samkvæmt nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs voru um 300 nýjar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu í janúar á þessu ári. Þar af hafa 80 verið seldar í janúar og febrúar. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans um fasteignamarkaðinn

Á seinni hluta síðasta árs voru um 1500 nýjar íbúðir settar á söluskrá en á sama tíma voru 440 seldar. Samkvæmt þessum tölum má sjá að töluvert hlutfall nýrra íbúða eru óseldar og skipta þær hundruðum á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir þetta hefur hlutfall sölu nýrra íbúða aukist úr 10% frá árinu 2017 upp í 14% árið 2018. 

Uppi hafa verið kenningar um að ástæða lítillar sölu nýrra íbúða sé sú að verið sé að byggja þær tegundir íbúða sem lítil eftirspurn er eftir. Í samræmi við þetta hafa nýjar íbúðir verið að minnka að flatarmáli, en á sama tíma hefur fermetraverð verið að hækka og hækkaði það um 5,9% á milli áranna 2017 og 2018. 

Stjórnvöld hafa ekki sett fram neinar fastbundnar tillögur um aðkomu húsnæðismálahluta komandi kjarasamninga. Engar nákvæmar tímasetningar eða fjárhæðir hafa verið settar fram frá því að niðurstöður starfshóps um málið voru birtar fyrir nokkrum vikum, að því er segir í Hagsjá Landsbankans. 


Tengdar fréttir

Húsnæðisvandinn bitni á börnunum

Staðan á húsnæðismarkaði hefur afar neikvæð áhrif á börn sem búa við fátækt samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×