Sakamálarannsókn á samningum Facebook við tæknirisa Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 11:03 Við höfuðstöðvar Facebook í Kaliforníu. Vísir/EPA Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandarískir alríkissaksóknarar rannsaka nú hvort að Facebook hafi brotið lög með samningum sem samfélagsmiðlarisinn gerði við nokkur stærstu tæknifyrirtæki heims. Samningarnir gáfu tæknifyrirtækjunum aðgang að miklu magni persónuupplýsinga um Facebook-notendur án vitundar þeirra. Amazon, Apple, Microsoft og Sony eru á meðal fleiri en 150 fyrirtækja sem Facebook samdi við um aðgang að upplýsingum um notendur samfélagsmiðilsins, þar á meðal um vini þeirra, skráningu þeirra og fleira, að sögn New York Times. Blaðið segir að fulltrúar tveggja stórra snjalltækjaframleiðenda hafi verið kallaðir fyrir ákærudómstól í New York vegna rannsóknarinnar. Bæði fyrirtæki höfðu gert samstarfssamninga við Facebook. „Við vinnum með rannsakendum og tökum þessar rannsóknir alvarlega,“ sagði talsmaður Facebook í yfirlýsingu. Fulltrúar bandaríska dómsmálaráðuneytisins og alríkissaksóknara í austurumdæmi New York neituðu að tjá sig um rannsóknina. Greint var frá samsstarfssamningum Facebook við stór tæknifyrirtæki í fyrra. Samfélagsmiðlarisinn hefði veitt fyrirtækjunum aðgang að persónuupplýsingum notenda sinna á hátt sem hafi í raun farið í kringum persónuverndarstillingar notendanna. Á móti hafi Facebook getað gert notendum sínum kleift að eiga samskipti þvert á samfélagsmiðla og smáforrit. New York Times sagði frá því að samningarnir hafi meðal annars gert Bing-leitarvél Microsoft kleift að safna upplýsingum um vini nær allra Facebook-notenda án samþykkis þeirra, Amazon að safna nöfnum og samskiptaupplýsingum notenda í gegnum vini þeirra og Apple að fela fyrir Facebook-notendum að fyrirtækið safnaði upplýsingum um þá. Facebook hefur sagt að fyrirtækið hafi látið flesta samstarfssamningana renna út undanfarin tvö ár. Fyrirtækið sætir skoðun fleiri opinberra eftirlitsaðila vestanhafs, þar á meðal Viðskiptastofnunar Bandaríkjanna (FTC), Verðbréfa og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) og skuldabréfasvikadeildar dómsmálaráðuneytisins. Þær rannsóknir beinast meðal annars að því að breska ráðgjafarfyrirtækið Cambridge Analytica hafi komist yfir persónuupplýsingar tuga milljóna Facebook-notenda á ólögmætan hátt.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Facebook gaf tæknirisum víðtækari aðgang en stjórnendur viðurkenndu Stjórnendur Facebook töldu að ekki þyrfti leyfi notenda fyrir að deila upplýsingunum með fyrirtækjunum því þeir litu á þau sem framlengingu á samfélagsmiðlinum sjálfum. 19. desember 2018 12:09