Þórey Rósa spilar hundraðasta landsleikinn sinn á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 13:32 Þórey Rósa skoraði fimm mörk. vísir/ernir Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Spáni í umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019. Ísland mætir Spánverjum í Antequera á Spáni föstudaginn 31. maí nk. en seinni leikur liðanna fer fram í Laugardalshöllinni 6. júní kl. 19:00. Stelpurnar okkar halda til Noregs á mánudaginn til undirbúnings fyrir leikina gegn Spáni og mætir liðið B landsliði Noregs þann 28. maí. Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er í íslenska hópnum sem fyrr en hún hefur spilað 99 A-landsleiki á ferlinum og næsti leikur verður því númer hundrað. Leikur á móti b-landsliðið telst varla sem A-landsleikur og því ætti Þórey Rósa að spila inn hundraðasta landsleik á Spáni. Arna Sif Pálsdóttir er eini leikmaður hópsins sem hefur spilað hundrað A-landsleiki en Karen Knútsdóttir er ekki langt frá. Karen hefur spilað 95 landsleiki samkvæmt upplýsingum frá HSÍ. Rut Jónsdóttir var á góðri leið en er búin að vera lengi frá vegna meiðsli. Rut er nú komin aftur inn í liðið og ætti að spila sinn 90. landsleik á Spáni.Íslenska kvennalandsliðið í handbolta í maí og júní 2019:(Fyrir aftan nöfn leikmanna liðsins má sjá landsleiki og mörk fyrir Ísland (landsleikir/mörk)Markmenn: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 18/0 Hafdís Renötudóttir 23/1Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir 9/16 Perla Ruth Albertsdóttir 18/23Vinstri skytta: Andrea Jacobsen 15/13 Helena Rut Örvarsdóttir 32/69 Lovísa Thompson 17/28Leikstjórnendur: Ester Óskarsdóttir 26/19 Eva Björk Davíðsdóttir 30/22 Karen Knútsdóttir 95/336Hægri skytta: Thea Imani Sturludóttir 33/45 Rut Jónsdóttir 89/184Hægra horn: Díana Dögg Magnúsdóttir 15/15 Þórey Rósa Stefánsdóttir 99/288Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir 147/267 Steinunn Björnsdóttir 28/14Starfsfólk: Axel Stefánsson, þjálfari Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari Handbolti Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Spáni í umspilsleikjum um laust sæti á HM í handbolta 2019. Ísland mætir Spánverjum í Antequera á Spáni föstudaginn 31. maí nk. en seinni leikur liðanna fer fram í Laugardalshöllinni 6. júní kl. 19:00. Stelpurnar okkar halda til Noregs á mánudaginn til undirbúnings fyrir leikina gegn Spáni og mætir liðið B landsliði Noregs þann 28. maí. Hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir er í íslenska hópnum sem fyrr en hún hefur spilað 99 A-landsleiki á ferlinum og næsti leikur verður því númer hundrað. Leikur á móti b-landsliðið telst varla sem A-landsleikur og því ætti Þórey Rósa að spila inn hundraðasta landsleik á Spáni. Arna Sif Pálsdóttir er eini leikmaður hópsins sem hefur spilað hundrað A-landsleiki en Karen Knútsdóttir er ekki langt frá. Karen hefur spilað 95 landsleiki samkvæmt upplýsingum frá HSÍ. Rut Jónsdóttir var á góðri leið en er búin að vera lengi frá vegna meiðsli. Rut er nú komin aftur inn í liðið og ætti að spila sinn 90. landsleik á Spáni.Íslenska kvennalandsliðið í handbolta í maí og júní 2019:(Fyrir aftan nöfn leikmanna liðsins má sjá landsleiki og mörk fyrir Ísland (landsleikir/mörk)Markmenn: Elín Jóna Þorsteinsdóttir 18/0 Hafdís Renötudóttir 23/1Vinstra horn: Sigríður Hauksdóttir 9/16 Perla Ruth Albertsdóttir 18/23Vinstri skytta: Andrea Jacobsen 15/13 Helena Rut Örvarsdóttir 32/69 Lovísa Thompson 17/28Leikstjórnendur: Ester Óskarsdóttir 26/19 Eva Björk Davíðsdóttir 30/22 Karen Knútsdóttir 95/336Hægri skytta: Thea Imani Sturludóttir 33/45 Rut Jónsdóttir 89/184Hægra horn: Díana Dögg Magnúsdóttir 15/15 Þórey Rósa Stefánsdóttir 99/288Línumenn: Arna Sif Pálsdóttir 147/267 Steinunn Björnsdóttir 28/14Starfsfólk: Axel Stefánsson, þjálfari Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfari Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari
Handbolti Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira