Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2019 08:00 Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts og stjórnarformaður ISAVIA. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stjórn ISAVIA ohf. ákvað á fundi sínum 2. nóvember 2017 að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 36 prósent. Fjórum dögum síðar voru starfskjör forstjóra Íslandspósts ohf. (ÍSP) rædd á fundi stjórnar og breyting á kjörum afgreidd í árslok sama ár. Þá var samþykkt að hækka laun forstjóra ÍSP um 25 prósent. Ingimundur Sigurpálsson gegnir bæði starfi forstjóra ÍSP og stjórnarformanns ISAVIA. Þetta kemur annars vegar fram í svari ISAVIA við fyrirspurn Fréttablaðsins og hins vegar fram í fundargerðum stjórnar ÍSP. Í svari ISAVIA segir að heildarlaun forstjóra hafi verið hækkuð með ákvörðun stjórnar úr 1.748 þúsund krónum í 2.380 þúsund krónur. Í ráðningarsamningi Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA, er kveðið á um að starfskjör skuli endurskoðuð í janúar ár hvert í samræmi við launaþróun. Hækkuðu þau því um tvö prósent í janúar 2018 og á ný um þrjú prósent í maí 2018 vegna almennra breytinga launa á vinnumarkaði. Standa launin því í um 2,5 milljónum króna nú. „[Starfskjarastefna ISAVIA] skuldbindur m.a. stjórn til þess að endurskoða árlega laun forstjóra og þar er kveðið á um þau viðmið, sem hafa skal til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þar er kveðið sérstaklega á um það að launin skuli sæta breytingum í samræmi við almenna þróun launakjara í sambærilegum fyrirtækjum og vera samkeppnishæf,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar ISAVIA. Einnig hafi verið tekið tillit til fyrirmæla fjármálaráðherra. Á fundi stjórnar ÍSP 6. nóvember 2017, það er fjórum dögum eftir hækkun ISAVIA, upplýsir formaður stjórnar, Thomas Möller á þeim tíma, að starfskjaranefnd ÍSP hafi hitt forstjóra fyrir stjórnarfund. Þann 20. desember sama ár fundar stjórn á ný og segja formaður og varaformaður, það er Svanhildur Hólm Valsdóttir sem jafnframt er aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá viðræðum við Ingimund um laun hans. Stjórn fól formanni að afgreiða málið. Á næsta fundi stjórnar, í janúar 2018, lagði Ingimundur fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að fjárhæð launagreiðslu væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Laun hans hækkuðu um 25 prósent við breytinguna, urðu tæpar 1,8 milljónir, en það er nokkru lægra en forstjórar ISAVIA, Landsbankans og Landsvirkjunar fengu. Hækkun tveggja síðarnefndu nam rúmum 55 prósentum. Þá fær Ingimundur 380 þúsund sem stjórnarformaður ISAVIA. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, vildi lítið ræða umrædda bókun og aðdraganda launahækkunar sinnar við Fréttablaðið og taldi málið ekki eiga erindi í opinbera umræðu. Óskaði hann eftir skriflegri fyrirspurn til upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en svar við henni hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Stjórn ISAVIA ohf. ákvað á fundi sínum 2. nóvember 2017 að hækka laun forstjóra fyrirtækisins um 36 prósent. Fjórum dögum síðar voru starfskjör forstjóra Íslandspósts ohf. (ÍSP) rædd á fundi stjórnar og breyting á kjörum afgreidd í árslok sama ár. Þá var samþykkt að hækka laun forstjóra ÍSP um 25 prósent. Ingimundur Sigurpálsson gegnir bæði starfi forstjóra ÍSP og stjórnarformanns ISAVIA. Þetta kemur annars vegar fram í svari ISAVIA við fyrirspurn Fréttablaðsins og hins vegar fram í fundargerðum stjórnar ÍSP. Í svari ISAVIA segir að heildarlaun forstjóra hafi verið hækkuð með ákvörðun stjórnar úr 1.748 þúsund krónum í 2.380 þúsund krónur. Í ráðningarsamningi Björns Óla Haukssonar, forstjóra ISAVIA, er kveðið á um að starfskjör skuli endurskoðuð í janúar ár hvert í samræmi við launaþróun. Hækkuðu þau því um tvö prósent í janúar 2018 og á ný um þrjú prósent í maí 2018 vegna almennra breytinga launa á vinnumarkaði. Standa launin því í um 2,5 milljónum króna nú. „[Starfskjarastefna ISAVIA] skuldbindur m.a. stjórn til þess að endurskoða árlega laun forstjóra og þar er kveðið á um þau viðmið, sem hafa skal til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þar er kveðið sérstaklega á um það að launin skuli sæta breytingum í samræmi við almenna þróun launakjara í sambærilegum fyrirtækjum og vera samkeppnishæf,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, formaður stjórnar ISAVIA. Einnig hafi verið tekið tillit til fyrirmæla fjármálaráðherra. Á fundi stjórnar ÍSP 6. nóvember 2017, það er fjórum dögum eftir hækkun ISAVIA, upplýsir formaður stjórnar, Thomas Möller á þeim tíma, að starfskjaranefnd ÍSP hafi hitt forstjóra fyrir stjórnarfund. Þann 20. desember sama ár fundar stjórn á ný og segja formaður og varaformaður, það er Svanhildur Hólm Valsdóttir sem jafnframt er aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá viðræðum við Ingimund um laun hans. Stjórn fól formanni að afgreiða málið. Á næsta fundi stjórnar, í janúar 2018, lagði Ingimundur fram bókun þar sem fram kom að hann teldi að fjárhæð launagreiðslu væri ekki í samræmi við ákvæði ráðningarsamnings. Laun hans hækkuðu um 25 prósent við breytinguna, urðu tæpar 1,8 milljónir, en það er nokkru lægra en forstjórar ISAVIA, Landsbankans og Landsvirkjunar fengu. Hækkun tveggja síðarnefndu nam rúmum 55 prósentum. Þá fær Ingimundur 380 þúsund sem stjórnarformaður ISAVIA. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, vildi lítið ræða umrædda bókun og aðdraganda launahækkunar sinnar við Fréttablaðið og taldi málið ekki eiga erindi í opinbera umræðu. Óskaði hann eftir skriflegri fyrirspurn til upplýsingafulltrúa fyrirtækisins en svar við henni hafði ekki borist þegar blaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Kjaramál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00 Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15 Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Vitað um versnandi stöðu Póstsins í áratug Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og fyrirrennara þess hafa á síðustu tíu árum fengið ítrekuð bréf frá stjórnendum Íslandspósts þar sem gerð var grein fyrir meintri versnandi stöðu fyrirtækisins vegna alþjónustu. 9. febrúar 2019 07:00
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Pósturinn varði 121 milljón í lögmannsþjónustu á sex árum Árið 2017 fékk lögmaður Íslandspósts, Andri Árnason hjá Juris, meira greitt en forstjóri fyrirtækisins, 31 milljón króna. Samtímis hafa laun stjórnarmanna og forstjóra hækkað um ríflega fimmtíu prósent. 13. febrúar 2019 07:15
Afkoma einkaréttar ekki í samræmi við póstþjónustulög Texta um að gjaldskrá einkaréttar sé í samræmi við lög um póstþjónustu er ekki að finna í nýjustu yfirlitum um bókhaldslegan aðskilnað Póstsins. 11. febrúar 2019 08:00