Tvískinnungur Gunnlaugur Stefánsson skrifar 31. júlí 2019 07:00 Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa einhverjir afhent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafnvel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi landsins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. Forystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu firðina útlenskum eldisrisum sem eru á flótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru afhentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlendingunum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta austfirskum og vestfirskum fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og afhendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisrisanna sé skelfileg fyrir villta laxastofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er allsráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má náttúruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur lýst miklum áhyggjum sínum yfir því að útlendingar eigi jarðir á Íslandi og boðar aðgerðir gegn þessum útlenska yfirgangi. Þó hafa engar fréttir borist af því, að útlenskir jarðeigendur fari illa með landið á jörðum sínum. Að vísu hafa einhverjir afhent íslenskum bændum jarðir sínar til búskapar og jafnvel ekki tekið gjald fyrir leiguna, auk þess ráðist í framkvæmdir til þess að vernda og styrkja búsvæði fiska á vatnasvæðum jarða sinna. En Landsbankinn í eigu ríkisins og einn stærsti jarðeigandi landsins beitir þeirri stefnu að gera ekki nýja leigusamninga um jarðir sínar og setur bújarðir frekar í eyði. Forystufólk ríkisstjórnarinnar gerir engar athugasemdir við það. En á sama tíma afhenda íslenskir stjórnmálamenn heilu firðina útlenskum eldisrisum sem eru á flótta frá heimaslóðum vegna skelfilegrar reynslu af fiskeldi sínu þar. Íslenskir firðir eru afhentir útlendingunum ókeypis til þess að stunda fiskeldi í opnum sjókvíum. Eldinu fylgir mikil mengun. Talið er að tíu þúsund tonna eldi mengi á við skolpfrárennsli 150 þúsund manna borgar. Þá er útlendingunum leyft að dæla í eldiskvíarnar alls konar eitri til þess að deyfa lús og sjúkdóma – en mega ekki gera það heima hjá sér. Útlenskir eldisrisar eru þar með að breyta austfirskum og vestfirskum fjörðum í rotþrær. Forystufólki ríkisstjórnarinnar virðist líka það vel og afhendir þeim heilu firðina með bros á vör, spyr ekki einu sinni heimafólkið álits, en lofar innilega hið útlenska framtak. Og kærir sig kollótt um, þó reynslan af eldinu á heimaslóðum útlensku eldisrisanna sé skelfileg fyrir villta laxastofna og náttúruna – núna eins og tifandi tímasprengja fyrir íslenskt lífríki. Traustið í stjórnmálum á í vök að verjast. Gæti það verið vegna þess að tvískinnungurinn er allsráðandi? Það er sagt eitt í dag og allt annað á morgun. Lýðskrumið virðir engin siðræn mörk. Allt er gott, ef það býr til fjárgróða og einhverjum boðin vinna um stund, þó afkomu þúsunda Íslendinga í sveitum landsins sé ógnað með því að menga dýrmæt gæði. Þá má náttúruverndin sín lítils og skiptir engu máli hverrar þjóðar eignarhaldið er. Það opinberar tvískinnungur forystufólks ríkisstjórnarinnar í orði og verki um ítök útlendinga á sjó og landi á Íslandi.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar