Björgólfur Thor á von á 30 milljarða arðgreiðslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. desember 2019 14:15 Björgólfur Thor Björgólfsson í Davos í upphafi árs 2018. Getty/Bloomberg Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna. Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira
Fjarskiptafélagið WOM í Síle undirbýr sig nú til að greiða Novator, fjárfestingarfélagi Björgólfs Thors Björgólfssonar, um 250 milljóna bandaríkjadala arð. Það gerir um 30 milljarða króna. Arðgreiðslan verður fjármögnuð með útgáfu skuldabréfs sem unnið er að því að selja en markmiðið er að sækja um 55 milljarða króna með útgáfunni. Fjárfestar fengu kynningu á skuldabréfaútgáfunni í nóvember. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins er vísað til lánshæfismats Moody's á útgáfunni þar sem tíundaðar eru margvíslegar staðreyndir um fjarskiptafyrirtækið. WOM hafi sexfaldað markaðshlutdeild sína frá árinu 2015, þegar Novator keypti fyrirtækið, og eru viðskiptavinir þess nú 6,5 milljónir talsins. Alls hefur Novator lagt WOM til um 400 milljónir dala, næstum 50 milljarða króna, frá kaupunum árið 2015. Tekjur WOM á síðasta rekstrarári voru um 80 milljarðar króna og rekstrarhagnaðurinn um 20 milljarðar.Sjá einnig: Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarðaWOM hyggst sækja alls 650 milljón dala fjármögnun, þar af munu 350 milljónir dala fara í að endurfjármagna fjarskiptafélagið og 250 milljónir til að greiða Novator arð. Fjárfestingar Novators hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum í ár. Þannig hefur verið greint frá kaupum fyrirtækisins í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing, tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur, og bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe.Í eignasafni Novators eru nú á annan tug fyrirtækja; má þar nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi og Nova á Íslandi. Novator er með um 3 milljarða dala af eignum í stýringu, sem nemur um 360 milljörðum króna.
Chile Upplýsingatækni Tengdar fréttir Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Sjá meira
Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna. 28. nóvember 2018 07:30