Novator fjárfesti í Stripe Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. nóvember 2019 07:30 Björgólfur Thor Björgólfsson. Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti í bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe í september. Fyrirtækið var metið á 35 milljarða dollara, jafnvirði um 4.373 milljarða króna í 250 milljóna dollara hlutafjáraukningu sem Novator tók þátt í. Hlutur Novators er trúnaðarmál. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa fjárfestingafélagsins. Stripe hefur um árabil verið þekkt fyrir hugbúnað sem auðveldar viðskipti og greiðslumiðlun á netinu, hvort sem sett er upp áskriftarþjónusta, sölusíða á netinu, hópfjármögnun eða annað af svipuðum toga. Í september hóf Stripe að bjóða kreditkort fyrir fyrirtæki. „Novator telur Stripe frábært dæmi um fyrirtæki, sem nýtir sér nýjustu tækni til að taka yfir ýmsa þætti, sem áður hafa tilheyrt hefðbundinni bankastarfsemi. Greiðslumiðlun fyrirtækisins á netinu lækkar kostnað fyrir neytendur og bæði auðveldar og einfaldar starfsemi fyrirtækja, sem nýta sér hana,“ segir Ragnhildur. Upplýst var í maí að Valitor, dótturfélag Arion banka, hafi aftur samið við Stripe til tveggja ára. Stripe, sem var einn stærsti viðskiptavinur Valitors, hætti viðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018. Í eignasafni Novators eru 16 fyrirtæki, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Markaðurinn upplýsti í haust að félagið hefði fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing sem framleiðir snjallsímaleikinn Avakin Life. Við upphaf árs sagði Markaðurinn frá því að Novator hefði fjárfest í tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur. Á meðal annarra tæknifyrirtækja í eignasafninu má nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi, Wom í Chile og Nova á Íslandi. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fjárfesti í bandaríska fjártæknifyrirtækinu Stripe í september. Fyrirtækið var metið á 35 milljarða dollara, jafnvirði um 4.373 milljarða króna í 250 milljóna dollara hlutafjáraukningu sem Novator tók þátt í. Hlutur Novators er trúnaðarmál. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa fjárfestingafélagsins. Stripe hefur um árabil verið þekkt fyrir hugbúnað sem auðveldar viðskipti og greiðslumiðlun á netinu, hvort sem sett er upp áskriftarþjónusta, sölusíða á netinu, hópfjármögnun eða annað af svipuðum toga. Í september hóf Stripe að bjóða kreditkort fyrir fyrirtæki. „Novator telur Stripe frábært dæmi um fyrirtæki, sem nýtir sér nýjustu tækni til að taka yfir ýmsa þætti, sem áður hafa tilheyrt hefðbundinni bankastarfsemi. Greiðslumiðlun fyrirtækisins á netinu lækkar kostnað fyrir neytendur og bæði auðveldar og einfaldar starfsemi fyrirtækja, sem nýta sér hana,“ segir Ragnhildur. Upplýst var í maí að Valitor, dótturfélag Arion banka, hafi aftur samið við Stripe til tveggja ára. Stripe, sem var einn stærsti viðskiptavinur Valitors, hætti viðskiptum sínum við Valitor um mitt ár 2018. Í eignasafni Novators eru 16 fyrirtæki, samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins. Markaðurinn upplýsti í haust að félagið hefði fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing sem framleiðir snjallsímaleikinn Avakin Life. Við upphaf árs sagði Markaðurinn frá því að Novator hefði fjárfest í tæknifyrirtækinu Rebag sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur. Á meðal annarra tæknifyrirtækja í eignasafninu má nefna deliveroo, Zwift og Klang. Novator á einnig í fjarskiptafyrirtækjunum Play í Póllandi, Wom í Chile og Nova á Íslandi.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Hvernig erfist séreignin? Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Sjá meira