Viðskipti innlent

Novator fjárfestir í tísku

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Björgólfur Thor Björgúlfsson, aðaleigandi Novator
Björgólfur Thor Björgúlfsson, aðaleigandi Novator Fréttablaðið/GVA
Novator leiddi 52 milljóna dollara, jafnvirði 6,2 milljarða króna, fjármögnun fyrir tæknifyrirtækið Rebag, sem rekur verslanir þar sem hægt er að kaupa og selja notaðar lúxushandtöskur fyrir konur. Á meðal hluthafa er General Catalyst. Þetta kemur fram í erlendum fjölmiðlum.

Nýta á fjármagnið til vaxtar. Rebag rekur fimm verslanir í New York City og Los Angeles og er stefnt að því að fjölga þeim í 30 til meðallangs tíma. Enn fremur verður fjárfest til að bæta leiðir til að verðmeta töskurnar.



Á heimasíðu Rebag má sjá úrvalið sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
Rebag býður meðal annars upp á að hægt sé að kaupa notaða tösku, eiga hana í allt að sex mánuði og skipta fyrir inneign sem nemur um 70 prósentum af kaupverðinu.

Birgir Ragnarsson, meðeigandi í Novator, segir að þetta muni bylta viðskiptaháttum og sé til hagsbóta fyrir umhverfið. Mikil vaxtartækifæri séu fólgin í endursölu á lúxusvörum. Neytendur líti á gæðatöskur sem fjárfestingu. Rebag bjóði upp á leið inn á markaðinn og vettvang til að eiga viðskipti með töskurnar.

„Endursala mun verða einn af hornsteinum lúxusmarkaðarins þegar vörumerki og verslanir sjá samlegðina,“ segir hann í tilkynningu í lauslegri þýðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×