Viðskipti innlent

Tilbúinn að auka fjárfestinguna um 28 milljarða

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Björgólfur Thor vill fjárfesta meira í Suður-Ameríku.
Björgólfur Thor vill fjárfesta meira í Suður-Ameríku. Fréttablaðið/GVA
Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er reiðubúinn að fjárfesta í Síle fyrir 220 milljónir Bandaríkjadala til viðbótar, jafnvirði tæplega 28 milljarða króna.

Þetta segir Björgólfur í viðtali við síleska fjölmiðilinn Latercera en hann er eigandi símafyrirtækisins WOM í gegnum fjárfestingarfélag sitt Novator. „Við höfum fjárfest fyrir 780 milljónir dala og erum tilbúin að hækka upphæðina í einn milljarð dala en það veltur á því hvernig þróunin verður á 5G.“

Björgólfur segir að WOM sé arðbært og spurður hvort til greina komi að skrá símafyrirtækið á markað í framtíðinni svarar hann játandi. „Þegar fyrirtækið er tilbúið til þess verður það góð hugmynd. Hlutabréfamarkaðurinn í Síle virkar vel og við viljum taka þátt í honum í framtíðinni,“ svarar Björgólfur.

Þá segir Björgólfur að hann horfi til þess að fjárfesta í öðrum löndum í Suður-Ameríku. „Við vorum nýverið í Brasilíu og Argentínu þar sem við hittum fyrirtæki sem reka netverslanir. Það eru gríðarmikil tækifæri í netverslun í Suður-Ameríku.“ – tfh


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.