Erlendar netverslanir og samkeppniseftirlit Valur Þráinsson skrifar 27. mars 2019 07:00 Við mat samkeppnisyfirvalda á samkeppnislegum áhrifum samruna skiptir það samkeppnislega aðhald sem hið sameinaða fyrirtæki mun búa við í kjölfarið miklu máli. Því meira aðhald sem er til staðar, innlent sem erlent, því minni líkur eru á því að samruninn raski samkeppni. Í nýlegum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu hefur samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana verið tekið til skoðunar.Kaup Haga á Lyfju Við rannsókn á fyrirhuguðum kaupum Haga á Lyfju var metið að hversu miklu leyti erlendar netverslanir myndu veita hinu sameinaða fyrirtæki samkeppnislegt aðhald. Þar sem hið sameinaða fyrirtæki hefði öðlast sterka stöðu í smásölu snyrtivara á Íslandi skipti þetta atriði töluverðu máli. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi meðal annars í ljós að fáir smásalar snyrtivara á Íslandi litu á erlendar netverslanir sem sína helstu keppinauta. Af þeim 24 svörum sem bárust nefndi enginn snyrtivörusali hreina netverslun (e. pure online players) sem sinn helsta keppinaut né þann sem kæmi þar á eftir. Endurspeglaðist sú niðurstaða í neytendakönnun sem framkvæmd var fyrir Samkeppniseftirlitið í þessu máli en þar svöruðu um 8% því til að hafa keypt snyrtivörur í erlendri netverslun á síðastliðnum 12 mánuðum. Rannsóknin leiddi í ljós að samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana í sölu snyrtivara á þeim tíma sem samruninn var rannsakaður virtist vera takmarkað. Samruninn var ógiltur en samrunaaðilar áfrýjuðu ekki ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaup N1 á Festi og Haga á Olís Við rannsókn á samrunum N1 og Festar og Haga og Olís var ekki þörf á því að rannsaka ítarlega það samkeppnislega aðhald sem erlendar netverslanir myndu veita samrunaaðilum í kjölfar samrunanna. Ástæða þess er einföld: Það erlenda samkeppnislega aðhald sem dagvöru- og eldsneytissalar búa við frá erlendum netverslunum er afar takmarkað. Á það við hér á landi sem og erlendis en alla jafna er samkeppni á þessum mörkuðum mjög staðbundin þar sem erfitt er fyrir smásala að flytja þessar vörur þvert á landamæri og svæði, nálægð við neytendur er yfirleitt mikilvæg og oft er þörf á vörunum með mjög skömmum fyrirvara. Tekið er tillit til erlends samkeppnislegs aðhalds Eins og fram hefur komið metur Samkeppniseftirlitið áhrif erlends samkeppnislegs aðhalds við rannsókn samruna. Ofmeti eftirlitið erlent samkeppnislegt aðhald getur það leitt til þess að of margir samkeppnishamlandi samrunar nái fram að ganga. Sé aðhaldið vanmetið getur það leitt til þess að hlutast sé til um samruna sem ekki skaða samkeppni. Því er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið ofmeti hvorki né vanmeti það erlenda samkeppnislega aðhald sem er til staðar í hverju máli hverju sinni. Það þjónar best hagsmunum íslenskra neytenda og fyrirtækja. Fyrirvari: Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins.Höfundur er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Valur Þráinsson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við mat samkeppnisyfirvalda á samkeppnislegum áhrifum samruna skiptir það samkeppnislega aðhald sem hið sameinaða fyrirtæki mun búa við í kjölfarið miklu máli. Því meira aðhald sem er til staðar, innlent sem erlent, því minni líkur eru á því að samruninn raski samkeppni. Í nýlegum málum sem hafa verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu hefur samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana verið tekið til skoðunar.Kaup Haga á Lyfju Við rannsókn á fyrirhuguðum kaupum Haga á Lyfju var metið að hversu miklu leyti erlendar netverslanir myndu veita hinu sameinaða fyrirtæki samkeppnislegt aðhald. Þar sem hið sameinaða fyrirtæki hefði öðlast sterka stöðu í smásölu snyrtivara á Íslandi skipti þetta atriði töluverðu máli. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi meðal annars í ljós að fáir smásalar snyrtivara á Íslandi litu á erlendar netverslanir sem sína helstu keppinauta. Af þeim 24 svörum sem bárust nefndi enginn snyrtivörusali hreina netverslun (e. pure online players) sem sinn helsta keppinaut né þann sem kæmi þar á eftir. Endurspeglaðist sú niðurstaða í neytendakönnun sem framkvæmd var fyrir Samkeppniseftirlitið í þessu máli en þar svöruðu um 8% því til að hafa keypt snyrtivörur í erlendri netverslun á síðastliðnum 12 mánuðum. Rannsóknin leiddi í ljós að samkeppnislegt aðhald erlendra netverslana í sölu snyrtivara á þeim tíma sem samruninn var rannsakaður virtist vera takmarkað. Samruninn var ógiltur en samrunaaðilar áfrýjuðu ekki ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaup N1 á Festi og Haga á Olís Við rannsókn á samrunum N1 og Festar og Haga og Olís var ekki þörf á því að rannsaka ítarlega það samkeppnislega aðhald sem erlendar netverslanir myndu veita samrunaaðilum í kjölfar samrunanna. Ástæða þess er einföld: Það erlenda samkeppnislega aðhald sem dagvöru- og eldsneytissalar búa við frá erlendum netverslunum er afar takmarkað. Á það við hér á landi sem og erlendis en alla jafna er samkeppni á þessum mörkuðum mjög staðbundin þar sem erfitt er fyrir smásala að flytja þessar vörur þvert á landamæri og svæði, nálægð við neytendur er yfirleitt mikilvæg og oft er þörf á vörunum með mjög skömmum fyrirvara. Tekið er tillit til erlends samkeppnislegs aðhalds Eins og fram hefur komið metur Samkeppniseftirlitið áhrif erlends samkeppnislegs aðhalds við rannsókn samruna. Ofmeti eftirlitið erlent samkeppnislegt aðhald getur það leitt til þess að of margir samkeppnishamlandi samrunar nái fram að ganga. Sé aðhaldið vanmetið getur það leitt til þess að hlutast sé til um samruna sem ekki skaða samkeppni. Því er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið ofmeti hvorki né vanmeti það erlenda samkeppnislega aðhald sem er til staðar í hverju máli hverju sinni. Það þjónar best hagsmunum íslenskra neytenda og fyrirtækja. Fyrirvari: Skoðanir eru höfundar og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla afstöðu eða stefnu Samkeppniseftirlitsins.Höfundur er aðalhagfræðingur Samkeppniseftirlitsins
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun