Tiger sá sigursælasti frá upphafi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. október 2019 07:13 Tiger með verðlaunin sín í nótt. vísir/getty Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965. Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.Winning in style Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV — Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019 Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert. Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus."It's just crazy ... it's a lot." A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7 — PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019 Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót. „Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur. Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods varð hlutskarpastur á Zozo-mótinu í Japan í nótt og er þar með búinn að vinna 82 PGA-mót á ferlinum. Það er metjöfnun en Sam Snead hafði átt metið einn frá árinu 1965. Hideki Matsuyama sótti aðeins að Tiger í nótt en hinn 43 ára Bandaríkjamaður hélt ró sinni og vann mótið með þriggja högga mun að lokum.Winning in style Tiger birdies the last, captures the @zozochamp and matches Sam Snead's record of 82 @PGATOUR wins.pic.twitter.com/dGny89z4lV — Golf Channel (@GolfChannel) October 28, 2019 Þetta var fyrsta mótið sem Tiger tekur þátt í síðan hann fór í hnéaðgerð fyrir níu vikum síðan. Það stöðvar hann ekkert. Þetta er þess utan annað mótið sem Tiger vinnur á árinu en hann vann Masters í apríl. Það var fimmtánda risamótið sem hann vinnur en hann þarf að vinna þrjú í viðbót til þess að jafna Jack Nicklaus."It's just crazy ... it's a lot." A special, but stressful, win for @TigerWoods. #LiveUnderParpic.twitter.com/vuOt4pYIE7 — PGA TOUR (@PGATOUR) October 28, 2019 Snead var 52 ára gamall þegar hann vann sitt 82. mót og Nicklaus var 46 ára er hann vann sinn sitt síðasta mót. „Ég get vonandi spilað þar til ég er 52 ára. Ég hefði ekki haft neina trú á því fyrir ekki svo löngu síðan. Framtíðin lítur betur út hjá mér núna. Líkaminn er ekki sá sami en ég get enn fundið lausnir á golfvellinum,“ sagði Tiger kátur.
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira