George fékk kaldar móttökur í Los Angeles Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Paul George lét baulið ekki á sig fá vísir/getty Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder. George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir. Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.@Yg_Trece drops 37 PTS to lead the way in @okcthunder's victory at Staples Center! #ThunderUppic.twitter.com/FtnjYShEcm — NBA (@NBA) January 3, 2019 Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix. Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik. Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers. Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.@BenSimmons25 posts a season-high 29 PTS to help the @sixers secure the road W! #HereTheyComepic.twitter.com/8KhNfoMfvk — NBA (@NBA) January 3, 2019 Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets. Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins. Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.Luka's on time and on target for the DJ SLAM! #MFFL#NBA League Pass: https://t.co/L3VurkatG8pic.twitter.com/moP5rQpCew — NBA (@NBA) January 3, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117 Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102 Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101 Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107 NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder. George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir. Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.@Yg_Trece drops 37 PTS to lead the way in @okcthunder's victory at Staples Center! #ThunderUppic.twitter.com/FtnjYShEcm — NBA (@NBA) January 3, 2019 Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix. Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik. Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers. Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.@BenSimmons25 posts a season-high 29 PTS to help the @sixers secure the road W! #HereTheyComepic.twitter.com/8KhNfoMfvk — NBA (@NBA) January 3, 2019 Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets. Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins. Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.Luka's on time and on target for the DJ SLAM! #MFFL#NBA League Pass: https://t.co/L3VurkatG8pic.twitter.com/moP5rQpCew — NBA (@NBA) January 3, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117 Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102 Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101 Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107
NBA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira