George fékk kaldar móttökur í Los Angeles Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:30 Paul George lét baulið ekki á sig fá vísir/getty Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder. George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir. Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.@Yg_Trece drops 37 PTS to lead the way in @okcthunder's victory at Staples Center! #ThunderUppic.twitter.com/FtnjYShEcm — NBA (@NBA) January 3, 2019 Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix. Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik. Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers. Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.@BenSimmons25 posts a season-high 29 PTS to help the @sixers secure the road W! #HereTheyComepic.twitter.com/8KhNfoMfvk — NBA (@NBA) January 3, 2019 Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets. Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins. Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.Luka's on time and on target for the DJ SLAM! #MFFL#NBA League Pass: https://t.co/L3VurkatG8pic.twitter.com/moP5rQpCew — NBA (@NBA) January 3, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117 Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102 Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101 Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Það var baulað á Paul George í hvert skipti sem hann kom við boltann í Los Angeles í nótt en þrátt fyrir það setti hann 37 stig á LA Lakers í sigri Oklahoma City Thunder. George er fæddur í suðurhluta Kaliforníufylkis og hefur mikið verið orðaður við Lakers. Hann varð frjáls ferða sinna í sumar en ákvað að endursemja við Oklahoma og eru stuðningsmenn Lakers honum það enn reiðir. Mótlætið virðist þó ekki hafa nein áhrif á George sem fór fyrir Oklahoma liðinu í 107-100 sigri. Russell Westbrook náði í þrefalda tvennu með 14 stig, 16 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var sjöundi sigur Thunder í 10 leikjum og situr liðið í þriðja sæti Vesturdeildarinnar.@Yg_Trece drops 37 PTS to lead the way in @okcthunder's victory at Staples Center! #ThunderUppic.twitter.com/FtnjYShEcm — NBA (@NBA) January 3, 2019 Á botni Vesturdeildarinnar situr Phoenix Suns með aðeins 9 sigra og 30 töp. Þrítugasta tapið kom í nótt þegar Philadelphia 76ers mættu til Phoenix. Joel Embiid jafnaði sinn besta leik í vetur þegar hann skoraði 42 stig, 30 þeirra komu í fyrri hálfleik. Philadelphia náði mest 30 stiga forskoti í þriðja leikhluta en glundraði því niður í lok leiksins. Heimamenn voru nálægt því að stela sigrinum en leikurinn endaði með 132-127 sigri 76ers. Devin Booker skoraði 37 stiga Phoenix og Deandre Ayton 18.@BenSimmons25 posts a season-high 29 PTS to help the @sixers secure the road W! #HereTheyComepic.twitter.com/8KhNfoMfvk — NBA (@NBA) January 3, 2019 Luka Doncic heldur áfram að sýna hvað hann getur og var með skotsýningu í fyrsta leikhluta leiks Dallas Mavericks og Charlotte Hornets. Mavericks byrjuðu leikinn af miklum krafti, settu 10 þrista í fyrsta leikhluta, þar af þrjá frá Doncic, og leiddu 42-26 að honum loknum. Eftir þetta má segja að leikurinn hafi verið úti því forskot gestanna frá Dallas var yfir 20 stig síðustu 26 mínútur leiksins. Doncic náði sér í tvöfalda tvennu með 18 stigum og 10 fráköstum.Luka's on time and on target for the DJ SLAM! #MFFL#NBA League Pass: https://t.co/L3VurkatG8pic.twitter.com/moP5rQpCew — NBA (@NBA) January 3, 2019Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Dallas Mavericks 84-122 Cleveland Cavaliers - Miami Heat 92-117 Washington Wizards - Atlanta Hawks 114-98 Brooklyn Nets - New Orleans Pelicans 126-121 Boston Celtics - Minnesota Timberwolves 115-102 Chicago Bulls - Orlando Magic 84-112 Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 94-101 Phoenix Suns - Philadelphia 76ers 127-132 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 100-107
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira