NPA í Reykjavík – sigur fatlaðs fólks Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 20. mars 2019 18:06 Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt nýjar reglur um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem marka afar gleðileg tímamót fyrir fatlað fólk. Samþykkt borgarstjórnar um NPA gefur ekki bara fyrirheit um aukna og fjölbreyttari velferðarþjónustu í Reykjavík, heldur felur hún í sér mikilvægan áfangasigur í mannréttindabaráttu fatlaðra – réttinn til sjálfstæðs lífs sem fatlað fólk hefur barist fyrir árum saman. Notendastýrð persónuleg aðstoð byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hugmyndafræðinni um rétt fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs og þess að eiga valkosti til jafns við aðra. Mikilvægur hluti þessa persónulega sjálfstæðis er að hafar raunverulega stjórn, val og möguleika til sjálfstæðs lífs og þær aðstæður mun NPA færa fleiri einstaklingum. Mannréttindi sem okkur flestum finnast vera sjálfsögð.Sjálfsögð mannréttindi Frá árinu 2013 hefur Reykjavík tekið þátt í tilraunaverkefni um NPA sem átti að standa út árið 2014 en það var framlengt ítrekað meðan beðið var laga sem lögfestu þetta þjónustuform. Lög um þjónustu við fólk með langvarnandi stuðningsþarfir tóku loks gildi þann 1. október 2018. Á síðasta kjörtímabili sameinaðist Borgarstjórn um að skora á ríkið að lögbinda þjónustuna og tryggja fjármagn til innleiðingar. Það er því sannarlega gleðilegt að nú sé málið í höfn löglega og við treystum því að ríkið fjármagni sinn hlut af innleiðingu með Reykjavík og öðrum sveitarfélögum landsinssveitarfélögum landsins, þannig að NPA bjóðist í raun um allt land. Mikil sátt hefur ríkt um þessa þjónustu af hálfu NPA notenda í Reykjavík og ljóst að þetta nýja þjónustuform hefur haft mikil og jákvæð áhrif á líf og störf umræddra einstaklinga. Nú eru 19 einstaklingar með samning um NPA í Reykjavik, en vitað er um, allt að 56 Reykvíkinga, sem hafa sótt um þjónustuna eða gætu hugsað sér það. Í framhaldi af samþykkt borgarstjórnar munu umsóknir verða metnar og rætt við alla þessa einstaklinga um viðeigandi lausnir.Stjórn og forsendur til sjálfstæðs lífs Samþykkt borgarstjórnar um NPA byggir ekki síst á reynslunni af tilraunaverkefninu, þróun þess og ábendingum sem bárust frá notendum, hagsmunasamtökum og starfsmönnum á tilrauna- og undirbúningstíma. Frá upphafi hefur verið haft samráð við fulltrúa málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf, auk þess sem mikilvægt samráð hefur einnig verið haft við NPA-miðstöðina, Þroskahjálp, Átak og fleiri. Nú hefst innleiðingartími sem standa á til ársins 2022 og við munum vanda okkur og læra af reynslunni og þróa þjónustuna áfram í samráði við notendur og hagsmunasamtök þeirra. þjónustan er skipulögð á forsendum notandans og er undir verkstýringu og verkstjórn hans eða aðstoðarmanns. Ákveðið var að hafa ekkert aldurstakmark í reglum Reykjavikurborgar þar sem þjónustan hefur sýnt sig geta hentað fötluðu fólki öllum aldurshópum.Samráð og bætt þjónusta Þjonustan mun áfram mótast og þróast af reynslu og mati á því hvernig tekst að koma til móts við þarfir fatlaðs fólks svo það megi lifa sjálfstæðu og virku lífi. Með samþykkt borgarstjórnar um notendastýrða persónulega þjónustu, er stigið stórt skref í réttindabaráttu fatlaðs fólks og ný spennandi vegferð er hafin í uppbyggingu velferðarþjónustu á Íslandi. Ég óska okkur öllum til hamingju!Höfundur er formaður velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun