Skúli hafi „brennt peninga“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. mars 2019 08:00 Það var kuldalegt um að litast á Keflavíkurflugvelli í gær. Vísir/vilhelm Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Önnur lággjaldaflugfélög ættu að reyna að læra af falli WOW air, að mati kanadísks viðskiptafræðiprófessors. Sem kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi í gær, eftir að hafa barist í bökkum mánuðum saman. Síðustu misseri hafa verið lággjaldaflugfélögum erfið, ekki síst vegna hækkandi olíuverðs og síharðnandi samkeppni. Fjöldi þeirra hefur því lagt upp laupana, eins og Primera Air, Monarch Airlines, Air Berlin og Cobalt, á meðan önnur stöndugri flugfélög hafa barist í bökkum. Framkvæmdastjóri Ryanair, spáði því síðastliðið haust að yfirstandandi vetur myndi reynast eftirlifandi lággjaldaflugfélögum erfiður - sem segja má að hafi kristallast í rekstrarvandræðum, og að lokum gjaldþroti, WOW air. Hinn kanadíski Marvin Ryder, prófessor við viðskiptafræðideild McMasterháskóla í Ontario, segir því að fall WOW sé ljóslifandi dæmi um hversu erfiður rekstur lággjaldaflugfélags getur verið. Flugfélagið hafi allt frá því í fyrra sýnt skýr merki þess að reksturinn væri í ólagi.Óarðbærir áfangastaðir „Sem frumkvöðull þá stendurðu og fellur með árangri þínum í þessum geira,“ segir Ryder í samtali við The Star og beinir spjótum sínum að eigenda WOW, Skúla Mogensen, sem hann segir hafa „brennt peninga“ fyrirtækisins með því að viðhalda áætlunarflugi til óarðbærra áfangastaða. „Þeim tókst ekki að auka sætanýtinguna sína. Tekjur þeirra voru ekki að aukast. Þrátt fyrir það hækkuðu útgjöldin þeirra. Það er alltaf áhyggjuefni,“ segir Ryder. Tekur hann þar í sama streng og forstöðumaður greiningadeildar Capacent, sem sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að þróunin í flugrekstri minnti um margt á það sem viðgekkst á árunum fyrir hrun. „Rekstur fór versnandi ár frá ári. Menn fóru í útrás og ofurvöxt þrátt fyrir að samkeppnisstaðan hafi verið lök. Við sáum að það var innbyrðis samkeppni milli flugfélaga sem var ekki á viðskiptalegum forsendum. Á sama tíma voru launahækkanir langt umfram rekstrarforsendur og það var, hvað eigum við að segja, almennt bruðl og partíhald. Einhvern tímann tekur allt enda,“ sagði Snorri Jakobsson hjá Capacent við RÚV.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45 Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30 Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Sér fram á kaldan vetur hjá lággjaldaflugfélögum Framkvæmdastjóri Ryanair óttast að komandi vetur geti reynst mörgum lággjaldaflugfélögum erfiður 22. október 2018 11:45
Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28. mars 2019 21:30
Dýr olía þyngir róður evrópskra félaga Afkoma evrópskra flugfélaga fer versnandi vegna hækkunar á olíuverði og launum. Greinandi segir mörg flugfélög þurfa nauðsynlega á því að halda að flugfargjöld hækki. Fjárfestar og stjórnendur flugfélaga telja sameiningar á evrópskum flugmarkaði óumflýjanlegar. 29. ágúst 2018 08:00
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent