Þýska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að flugfélagið Air Berlin hafi lýst yfir gjaldþroti. Flugfélagið mun fá lán til að geta haldið starfseminni áfram tímabundið.
Viðræður standa yfir um að flugfélagið Lufthansa kaupi hluta starfseminnar.
Flugfélagið Air Berlin var stofnað árið 1978 og hóf starfsemi ári síðar. Það er annað stærsta flugfélag Þýskalands á eftir Lufthansa.
Starfsmenn félagsins telja um 8.500 manns og fljúga flestar vélar þess frá Berlín og Dusseldorf.
Air Berlin hefur flogið milli Berlínar og Keflavíkur á síðustu misserum.

