Frekari uppsagnir í ferðaþjónustu ekki ólíklegar Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 15:55 Búast má við að afbókanir vegna falls Wow air komi fram á næstu dögum og vikum. Vísir/Hanna Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður. Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki ólíklegt að til frekari uppsagna komi á næstunni í kjölfar gjaldþrots Wow air og fleiri neikvæðra þátta. Of snemmt sé að segja til um afbókanir ferðamanna sem áttu bókaðar ferðir með fallna flugfélaginu. Tilkynnt var um gjaldþrot Wow air í gær eftir að stjórnendur fyrirtækisins höfðu háð margra mánaða baráttu við rekstri flugfélagsins. Wow air hefur flutt stóran hluta þeirra erlendu ferðamanna sem komið hafa til landsins undanfarin ár. Ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar orðið vör við afbókanir gesta í dag en Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), segir of snemmt að segja til um umfang þeirra. „Gististaðir sem fá bókanir í gegnum bókunarvélar eins og Booking vita ekki endilega hvernig fólkið kemur til landsins þannig að það er erfitt að átta sig á stöðunni. Þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ segir hún í samtali við Vísi.Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Verkalýðsfélögin aflýsi frekari verkfallsaðgerðum Óvissan með skort á framboði á ferðum til Íslands og mögulegar afbókanir leggst ofan á versnandi afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í kjölfar gengisstyrkingar krónunnar frá 2016 og kjaradeilur með verkföllum í ferðaþjónustunni. Mörg fyrirtæki séu í vandræðum sem sjáist á uppsögnum, samþjöppun og hagræðingu í greininni undanfarin misseri. Þegar hefur verið tilkynnt um fjöldauppsagnir hjá Airport Associates og Kynnisferðum eftir að fréttirnar um fall Wow air bárust. Bjarnheiður segist að frekari uppsagna gæti verið að vænta á næstunni. „Það er ekkert ólíklegt að það fylgi fleiri í kjölfarið, sama hvort það verða fjöldauppsagnir eða litlar uppsagnir hjá mörgum fyrirtækjum þar sem margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Bjarnheiður.Sjá einnig: Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Enn vofa frekari verkfallsaðgerðir yfir ferðaþjónustunni. Þótt tveggja daga verkfalli sem átti að hefjast í gær og standa fram á daginn í dag hafi verið aflýst er enn boðað þriggja daga verkfall sem á að hefjast á miðvikudag. „Við vonumst til þess að verkalýðshreyfingin sjái sóma sinn í að aflýsa frekari verkföllum í ljósi stöðunnar sem er grafalvarleg,“ segir Bjarnheiður.
Ferðamennska á Íslandi Verkföll 2019 Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir 59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39 Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
59 sagt upp hjá Kynnisferðum Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri, segir það hafa verið erfiða ákvörðun en rekstarumhverfi hafi breyst mikið að undanförnu. 28. mars 2019 16:39
Uppsagnir hjá Gray Line: Hafa ekki lengur efni á að vera með starfsmenn á lager Þremur starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp. 29. mars 2019 12:07
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43