Marel stefnir á 12 prósent vöxt næstu árin Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2019 10:50 Viðburðaríkur fjórðungur að baki hjá Marel Vísir/EPA Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður stefnir Marel á 12 prósent meðalvöxt árlega á tímabilinu 2017 til 2026. Marel búi að „góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða“ sem gera ætti fyrirtækinu kleift ráðast í sterka markaðssókn og nýssköpun og þannig ná innri vexti umfram almennan markaðsvöxt, sem áætlað er að verði um 4 til 6 prósent til lengri tíma. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr yfirlýsingum Marels í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagsins, sem leit dagsins ljós í gær. Það bar meðal annars með sér að tekjur Marels hafi numið 327 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, rúmlega 44 milljörðum króna, sem er 10 prósent hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar að auki jókst rekstrarhagnaður Marels um 15 prósent og 7 prósent aukning varð í mótteknum pöntunum frá fyrra ári. Það sem af er degi hefur virði bréfa Marels hækkað um 0,75 í Kauphöllinni, en ætla má að rekja megi hækkunina beint til uppgjörsins og fjárfestakynningar sem fram fór í höfuðstöðvum félagsins í morgun. „Við sjáum sveiflur á mörkuðum þar sem aukning er í pöntunum á stærri verkefnum í Asíu og Kína, á meðan hægst hefur á stærri pöntunum í Evrópu og Norður Ameríku. Á móti kemur góður vöxtur í endurnýjunar- og viðhaldsverkefnum hjá viðskiptavinum okkar í Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tengslum við uppgjör fjórðungsins - sem hann segir hafa verið viðburðarríkan í sögu félagsins.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Beri þar skemmst að nefna skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam og útgáfu 15 prósent nýs hlutafjár. Árni segist þakklátur fyrir hvernig útboðið hafi gengið. „Alls tóku 4.700 fjárfestar þátt í útboðinu en fyrir skráningu félagsins í Euronext Amsterdam voru hluthafar félagsins 2.500 talsins,“ segir Árni. Það muni styðja við næstu skref í framþróun Marels, en vöxtur félagsins verði knúinn áfram af nýsköpun, markaðssókn og ytri vexti. „Að því sögðu erum við á réttri leið með að ná vaxtarmarkmiðum okkar fyrir árið 2026, sem eru 3 milljarðar evra í tekjur og fyrsta flokks arðsemi. Í samstarfi við viðskiptavini okkar viljum við umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu með áherslu á fæðuöryggi, rekjanleika, sjálfbærni og hagkvæmni,” segir Árni. Áætlaður vöxtur verði þó líklega ekki línulegur, enda háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni. Því megi reikna með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga „vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna,“ eins og það er orðað. Þá telur JP Morgan að gengi Marels geti farið upp í 4,7 evrur á næstu 18 mánuðum, sem er um 7 prósentum yfir gengi bréfanna í kauphöllinni í Amsterdam í dag og 27 prósentum yfir útboðsgenginu. Eftir farsæla skráningu sé Marel vel í stakk búið til að styðja undir frekari vöxt með yfirtökum. Markaðir Tengdar fréttir Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00 Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45 Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður stefnir Marel á 12 prósent meðalvöxt árlega á tímabilinu 2017 til 2026. Marel búi að „góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða“ sem gera ætti fyrirtækinu kleift ráðast í sterka markaðssókn og nýssköpun og þannig ná innri vexti umfram almennan markaðsvöxt, sem áætlað er að verði um 4 til 6 prósent til lengri tíma. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr yfirlýsingum Marels í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagsins, sem leit dagsins ljós í gær. Það bar meðal annars með sér að tekjur Marels hafi numið 327 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, rúmlega 44 milljörðum króna, sem er 10 prósent hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar að auki jókst rekstrarhagnaður Marels um 15 prósent og 7 prósent aukning varð í mótteknum pöntunum frá fyrra ári. Það sem af er degi hefur virði bréfa Marels hækkað um 0,75 í Kauphöllinni, en ætla má að rekja megi hækkunina beint til uppgjörsins og fjárfestakynningar sem fram fór í höfuðstöðvum félagsins í morgun. „Við sjáum sveiflur á mörkuðum þar sem aukning er í pöntunum á stærri verkefnum í Asíu og Kína, á meðan hægst hefur á stærri pöntunum í Evrópu og Norður Ameríku. Á móti kemur góður vöxtur í endurnýjunar- og viðhaldsverkefnum hjá viðskiptavinum okkar í Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tengslum við uppgjör fjórðungsins - sem hann segir hafa verið viðburðarríkan í sögu félagsins.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Beri þar skemmst að nefna skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam og útgáfu 15 prósent nýs hlutafjár. Árni segist þakklátur fyrir hvernig útboðið hafi gengið. „Alls tóku 4.700 fjárfestar þátt í útboðinu en fyrir skráningu félagsins í Euronext Amsterdam voru hluthafar félagsins 2.500 talsins,“ segir Árni. Það muni styðja við næstu skref í framþróun Marels, en vöxtur félagsins verði knúinn áfram af nýsköpun, markaðssókn og ytri vexti. „Að því sögðu erum við á réttri leið með að ná vaxtarmarkmiðum okkar fyrir árið 2026, sem eru 3 milljarðar evra í tekjur og fyrsta flokks arðsemi. Í samstarfi við viðskiptavini okkar viljum við umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu með áherslu á fæðuöryggi, rekjanleika, sjálfbærni og hagkvæmni,” segir Árni. Áætlaður vöxtur verði þó líklega ekki línulegur, enda háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni. Því megi reikna með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga „vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna,“ eins og það er orðað. Þá telur JP Morgan að gengi Marels geti farið upp í 4,7 evrur á næstu 18 mánuðum, sem er um 7 prósentum yfir gengi bréfanna í kauphöllinni í Amsterdam í dag og 27 prósentum yfir útboðsgenginu. Eftir farsæla skráningu sé Marel vel í stakk búið til að styðja undir frekari vöxt með yfirtökum.
Markaðir Tengdar fréttir Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00 Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45 Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00
Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45
Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15