Viðskipti innlent

Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hlutabréf í Marel hafa hækkað um 55 prósent frá áramótum.
Hlutabréf í Marel hafa hækkað um 55 prósent frá áramótum. Fréttablaðið/EPA

Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu.

Virði eignarhlutarins hefur rokið upp á undanförnum mánuðum, enda hefur hlutabréfaverð í Marel hækkað um 57 prósent frá áramótum, en hluturinn var metinn á alls 30,6 milljarða króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok síðasta árs.

Á þeim tíma nam eignarhlutur sjóðsins ríflega fjórum prósentum af heildareignum hans en ljóst er að hlutfallið hefur hækkað umtalsvert síðan þá. Ekki liggur fyrir hverjar heildareignir lífeyrissjóðsins eru nú en miðað við eignastöðu hans í lok síðasta árs – um 714 milljarðar króna – gæti hluturinn í Marel numið um sjö prósentum af heildareignunum.

Þá var samanlagður eignarhlutur sjóðsins í félaginu tæplega 29 prósent af innlendri hlutabréfaeign hans í lok síðasta árs.

Lífeyrissjóður verslunarmanna er næststærsti hluthafinn í Marel með tæplega tíu prósenta hlut en hluturinn var metinn á 25,1 milljarð króna í bókum lífeyrissjóðsins í lok ársins.

Sjóðurinn heldur jafnframt á 11,2 prósenta hlut í Eyri Invest, stærsta einstaka hluthafa Marel, og var virði þess hlutar tæplega 5,5 milljarðar króna í bókum hans í árslok 2018.

Samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóðsins í Marel, beint og óbeint, var þannig metinn á 30,6 milljarða króna í lok síðasta árs. Til samanburðar voru heildareignir sjóðsins á sama tíma 714 milljarðar króna og innlend hlutabréfaeign hans alls 107 milljarðar króna.

Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel er langsamlega stærsta innlenda hlutabréfaeign sjóðsins en í lok síðasta árs var 13,2 prósenta hlutur hans í HB Granda, 8,1 milljarður króna að virði, næststærsta innlenda hlutabréfaeign hans og 14,5 prósenta hlutur í Reitum, upp á 7,5 milljarða króna, sú þriðja stærsta.

Á meðan innlendir verðbréfasjóðir og margir lífeyrissjóðir hafa minnkað við sig í Marel á undanförnum mánuðum, samhliða auknum umsvifum erlendra fjárfesta í hluthafahópi félagsins, hefur eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna haldist nær óbreyttur frá áramótum.

Marel er langsamlega stærsta félagið í Kauphöllinni og nemur markaðsvirði þess um 394 milljörðum króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.