Viðskipti innlent

Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Um fimmtán prósenta hlutur var seldur í útboði Marels. Fréttablaðið/EPA
Um fimmtán prósenta hlutur var seldur í útboði Marels. Fréttablaðið/EPA

Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Í útboðinu, sem efnt var til samhliða skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam, voru 90,9 milljónir nýrra hluta í félaginu seldar á genginu 3,7 evrur á hlut, jafnvirði um samanlagt 47 milljarða króna, en komi til nýtingar valréttar á 9,1 milljón hluta til viðbótar mun heildarfjárhæð útboðsins hækka í tæplega 52 milljarða króna.

Margföld umframeftirspurn var í útboðinu, bæði frá fagfjárfestum og almennum fjárfestum, og lét Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, hafa eftir sér í tilkynningu að útboðið hefði dreifst vel til fjárfesta í Bretlandi, Bandaríkjunum, Íslandi, Hollandi og fleiri löndum.

Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um sjö prósent í Euronext-kauphöllinni, miðað við útboðsgengið, frá því að viðskipti hófust með bréfin á föstudag. Stóð gengið í 3,96 evrum á hlut þegar markaðir lokuðu í gær. Markaðsvirði Marels er í dag um 424 milljarðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.